Komið þið sæl og blessuð 🙂
Í dag fórum við Bjartur, Skotta og Áslaug í svaka roki og rigningu upp á kolgrafarhól í Grímsnesinu – menn og hundar urðu HUNDblautir – svo ekki sé meira sagt. Svo ætti ég að vera að baka snúða og gera klárt fyrir útilega en er mest að þvælast á netunu – nú eða leggja mig því mér er svo ótrúlega illt í maganum – æ mig auma…
ég er ekki ein um það – Ragnheiður er líka að drepast blessunin. Pizzan í kvöldmatnum í gærkveldi var líklega misráðin… ég fór annars og hjólaði litla Votmúlahringinn í gærkveldi – seint. Til þess að bæta fyrir pizzuskrattann! Í fyrradag fór ég niður að Seljatungu – það eru um11 km hvora leið -í frábæru veðri og með léttum leik. Frábært það. Næst á dagskrá er að hjóla í Alviðru og svo á Borg – eða frá Borg, það er auðveldara. En nú er að hætta að vorkenna sér magakveisuna og drífa inn poka úr bílnum en ég verslaði áðan – svoldið af því sem þarf í útileguna 🙂