In The Summertime

Ég er nú bara að verða svolítið ánægð með þetta sumar eins og ég er búin að velta mér uppúr því hvað allt er ómögulegt… en einn hjólatúr, ein ferð að sækja vinninga í búðir á Sefloss fyrir Grímsævintýri, samsett dagskrá og verslunarmannahelgi redda þessa alveg…

Þetta verður sem sagt sumarið sem Ingveldur hjólaði.  Og nú þarf að grípa til breiðu spjótanna í því – jamm og já.  En það var nú svo sem ekki erindið og heldur ekki að tala um hinn ofurkúl síma sem ég á o nei heldur tala um það sem var á eldhúsborðunum mínum – ég hef einhvern veginn aldrei upplifað svonamikið drasl á mínum borðum – amk ekki svona fjölbreytt…

Opnir brauðpokar – 3.  Rababarasulta í stóru keraldi með bökunarplötu ofaná – ofan á bökunarplötunni mátti einni finna eitt og annað… óhrein glös, hrein glös, sódastream floskur, tómar gosflöskur, bráðnað smjör í dollu, borðtuska, lyfin okkar og vítamínin,útilegudót, sundföt já jafnvel nærföt, sjampó, spennur og flísatöng. kertastjakar, gosdósir fullar sem tómar, tómatar, kálhaus, dv, köngulóarvefur síðan í morgun á milli tveggja stórla… nagaður skór eftir frk skottu.  Hjálmur og Polli, símar, hleðslutæki, beautibox, bækur af ýmsu tagi, já og svona mætti lengi telja…  svei mér þá alla mína daga.  Mjög gaman að taka til hendinni :-).

Og nú er ég farin að prjóna íakkorði.

Gangur lífsins

Fyrst – dj ég á að fara í sjúkraþjálfun núna á eftir og ég nenni ekki!  Nenni ekki, nenni ekki, nenni ekki.  En þarf… er að drepast í þessari mjöðm minni hvur andskotinn sem þar er á seyði.  Nú svo er bílinn minn horfinn, rp ætlaði að koma með hann klukkan hálf tíu en hefur nú ekki sést… þannig að ganga morgunsins er farin út í veður og vind og allt í bauki og bramli hjá mér þegar plan skekkist svona….

En ég er að fara í Þingvallasveitina og ég læta ekkert aftra mér í því….

Ég er búin að vinna í vefsíðunni í miorgun, lita á mér hárið – í 25 mín ístaðinn fyrir 40 og allt eftir þessu – þau eru ýmis mistökin sem mín kona gerir :-).

Mig langar svo í útilegu núna um helgina að ég er að drepast og ég er að hugsa um að láta verða af því svei mér þá.  Lítið farið í sumar.  Ég hef ekkert hjólað þessa vikuna en tók svaklega törn í garðinum í gær og það telst nú alveg á við einn góðan hjólatúr…

Ragnheiður gaf mér síma um daginn og hann er svo skemmtilegur og flottur að ég hef nú verið svolítið að dást að honum 😉  Finn út úr sumu og svo alls ekki öðru.  Stærstu fréttirnar eru nú samt þær að ég fór á ofnæmislyf í gær og viti menn ég er allt önnur – miklu hressari  -fyrradag þeas, langar ekki að liggja í rúminu endalaust…

Þannig að þetta er nú allt í lagi – vonandi er ég eitthvað smá að léttast – hef ekki farið þessa vikuna… hefði átt að fara í morgun en tókst að humma það fram af mér 😉

Helgarfrí

Maður getur skoho átt helgarfrí þó maður sé í sumarfríi -enda er stöðugt eitthvað samviskubit að bíta mann í miðri viku – Grímsævintýri, vefsíður og hvur veit hvað – en nú er ég bara ákveðin í því að vera í fríi og vera alveg sama um allt!  Það er þetta dásemdarveður komið og ég er að koma hádegisblómunum mínum í potta þessum allra seinustu sem hafa bara verið í næringarbæði síðan ég keypti þau – ég er alltaf svoldið sein 😉  Vonandi blómstra þau nú fyrir mig í sumar.  Ég elska hádegisblóm…

Páll er að smíða hlið á pallinn þannig að það sé hægt að hafa opið út án þess að hundarnir rjúki út í veður og vind -lofta almennilega um húsið – ég hef saknað þess svo- það var alltaf hægt þegar Trítla var og hét ;-).  Hún fór aldrei neitt blessunin.

Ekki er nú nóg með þetta heldur er ég að taka upp dúkku sem átti að vera úti á palli – handverk sem er líklega orðið 6 ára – vantar held ég hár á kvikindið… og augu jafnvel… já og regnkápu ;-).  Svona smá potast þetta – en tiltektin gengur svo sem ekki neitt afbragðsvel  – ja jú – geymslan var tekin í gær og stofan – helmingurinn líka.  Það er nú afrek í sjálfu sér.  Æ skítt með þetta – þetta kemur allt þegar rétta hugarástandinu er náð. 

Á föstudaginn fór ég ég í svaka hjólatúr fyrst vítt og breitt um selfoss og svo í lundin við Seljatungu – telst til að þetta hafi verið um 25 kílómetrar.  Fór svo og synti 300 metra mér til liðkunar á eftir.  Æði.  Í gær var svo bara þaðsem mér sýndist dagur – byrjaði að lesa Reisubók Guðríðar og guð minn góður hvað þetta er góð bók!  Get varla lagt hana frá mér!¨ Hlakka til að hreiðra um mig á pallinum með hlið og lesa án þess að hundarnir séu að vesenast í böndum.

Á morgun ætla ég svo að setja saman dagskrá fyrir Grímsævintýrin og hefja vinningasöfnun með formlegum hætti.  Hver veit mig gæti jafnvel farið að langa í útilegur á nýjan leik 🙂

Mynd tekin af draumagardar.is

Gengið

Jæja hreyfingin er að komast í nokkuð fastar skorður – í dag fórum við Áslaug fimm sinnum upp á Kolgrafarhól og nutum okkar í veðurblíðunni þó að á köflum væri nokkuð vindasamt.  En þá er markmiðinu náð að fara fimm sinnum þarna upp – þá er hægt að taka næsta hól – hólar eru fínir til að æfa þolið.  Í gær fór ég í göngu í um klst með Reykjalundargenginu mínu dásamlega um Þrastarskóg en í gærmorgun synti ég 400 m til að liðka mig eftir hjólreiðarnar og ekki síður fyrir gönguna.

Á morgun fer ég síðan með afbragðskonum í hjólatúr niður í Gaulverjabæ – það er fín spá og þetta verður bara gaman!  Líklega þarf ég nú samt að taka það svo rólega um helgina – það eru svo sem komnir smá verkir hér og þar í kroppinn, herðar aumar og úlnliðurinn aumur eftir stafina í gær og í dag – en það munar helling að ganga með þá bæði brennslulega séð og svo er stuðningur af þeim í brekkum.

Mataræði gengur ekki nógu vel.  ÉG er alltaf svöng og síhugsandi um mat.  Einu syndir mínar í dag eru samt smjörát – annað hef ég að mestu látið í friði, ah… jú smá nammi.  Dj… sem það ætlar að vera erfitt að hanga á beinu brautinni.  Ég þarf að fækka þessum dögum verulega sem ég læt undan þörfum mínum í sætindi.  Ég er ekkert alveg svartsýn a að það takist.  Amk er ég í fínu standi – get gengið auðveldlega í 60 mínútur og kemst upp nokkurn bratta – þetta lítur ekkert svo illa út.  Þessir svaka verkjadagar verða bara að láta sig hverfa – verkirnir minnka við sund og hjólreiðar.  Það er bara að ofgera sér ekki.

En forgangsatriði er náttúrulega ásamt því að hreyfa sig að huga verulega að því að telja ofan í sig stig og verða þannig meðvitaðri um það sem ég set ofaní mig.  Ég þarf að prenta út matardagbók – það er líka alveg klárt.

Og ég verð held ég að eignast Klovn seríurnar.  Ég segi það satt

Hjólað

Jæja manni er ekki alls varnað – mig hefur lengi langað til að lengja túrana sem ég hjóla – í síðustu viku fór ég 22 km eða rúmlega það og svo blundaði mér að hjóla í Alviðru og aftur til baka.  Brúin stóð í mér og já  líka undirlagið 😉 Ég var búin að gæla við þetta í nokkra daga en var eiginlega búin að gefa þetta frá mér. Hundfúl með það náttúrulega. En þá kom ein góð vina mín til sögunnar sem fór með mér og við svoleiðis rúlluðum þessu upp – alveg frábær ferð.  Það verður ekki málið að hjóla á Borg – hvora leiðina sem er.  Þá hjálpa hjólabuxur og Puma skór til en ekki hálf biluð keðja sem hrekkur af í 1. drifi – en það verður lagað. 

Bara gaman – þó það væri svaka umferð  – vorum aðeins of seint á ferðinni.  Frábært veður, lygnt og gott -rigningin glumdi þegar útidyrahurðin luktist að baki mér 🙂  Fór svo í búðina og keypti ekkert nema grænmeti – hef etið  vínber og jarðaber linnulítið síðan sigh.  Maður getur ekki verið á því fóðri alla tíð – of dýrt til þess.

OH yeah

Haldið þið ekki að konan hafi hjólað í Þrastarlund og aftur til baka í einu hendingskasti -eða þannig.  Það eru sko nokkrar brekkur á þeirri leið skal ég segja ykkur.  Er ég nú þess albúin að hjóla á Borg eða frá Borg eða hvaða átt sem er barasta!  Bara góð – á pottinn samt eftir og átþörfin er söm við sig.  Ó já. 

Maður er nú ekki offitusjúklingur fyrir ekki neitt!

Ji minn eini!

Það gengur svo illa hjá mér þessa dagana að ég er að sturlast.  Það gengur ekkert upp! 

Verkir
Þyngdaraukning þó verulega sé stefnt í hina áttina með einum eða öðrum hætti
verkefni sem leysa þarf dag frá degi
hreyfing
matardagbók
Já nefndu það bara…

Samt er ég einhvern veginn að reyna að vinna í öllu þessu en það bara gengur ekki neitt.
Eina sem ég get hugsanlega haft mér til málsbóta er eitthvað sem heitir breytingaskeið.  Ég er farin að finna fyrir því skeiði af fullum þunga. 

En jæja ekki dugir að væla – er ekki rétt að setja sig í fyrsta sæti og fara út að hjóla í tilefni af þessu væli -öllu saman – taka sundfötin með og liðka sig í pottinum.  Breyta röð dagsverkanna – fara fyrst út og hugsa um sig og fara svo í húsverkin.

Svo þarf ég alvarlega að versla inn.  Það er nú lykillinn að mörgu, flestu, öllu.