Ganga, vinna og sund

Brjálað að gera – sé að ég get verið í þessu vefsíðustússi í 100 daga minnst – en læt nú ekki deigan síga og held áfram eftir helgi.  Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Eg fór og synti og hjólaði smá hér um bæinn – bæti við 100 metrum núna á viku – eða kannski svona tæplega það.þannig að ég verði komin í 800 metrana í byrjun júlí.

Á morgun er það kvennahlaupið, einhver meiri selskapur og vesen á morgun.  Ég á eftir að hugsa hvort ég fari í 2 km eða 5 er svoldið efins um að ég komist 5 km útaf hnénu…

Færðu inn athugasemd