Upprisa

Jæja nu er dagurinn runninn upp þar sem meðvitaðar ákvarðanir verða teknar um það sem sett er ofan í minn stóra maga!  Og svo verður líka sett hreyfiáætlun í gang – skipulögð hreyfing sjáiði til 🙂  frábært orð – takk fyrir það Baldur minn!  sem vel að merkja er búinn að fá leið  á skjólstæðing sínum og finnst hann lítið hafa lært :-S  en nú er Reykjalundarmappin komin upp á borð, matardagbókin líka og ALLT að gerast.

Annars er ástandið á minni alveg ferlegt því miður – ég er alveg fótalaus finn svona sirka allst staðar til- vinstra hnénu, ristinni hægra megin og ökklum auk blessaðrar beinhimnubólgunnar sem lúrir alltaf þarna undir eða yfir.  Maginn er hins vegar fínn, hælarnir ágætir og bluesinn ekki svo slæmur.  Já og garðurinn bara góður líka!  Námsmatið gekk vel og allt í himna standi með það :-).

En ég hef unnið alltof mikið og það kemur niður á hreyfingu og mataræði, innkaupum og húshaldi – og þessi kosningabarátta hún svona kom eiginlega inn af  fullmiklum krafti – það verður nú bara að segjast.  Aðeins of mikil viðbót við allt og allt :-).

En jæja – nú ætla ég líka að vera duglegri að blogga – þá er ég á betri stað en ef ég geri það ekki.  Það verður tal um mat, æfingar og daglegt líf.  Einbeita mér að þessu einfalda – reyna að geyma það bara að bjarga heiminum þangað til í haust – :-). 

Færðu inn athugasemd