Garðurinn hefur nú fengið heimsókn frá okkur hjónunum í dag – það er frískandi tilbreyting! Hann er bara að verða þokkalegur ég segi það satt! það verður hins vegar ekki náð í tjaldvagninn alveg strax hér rignir ösku sem aldrei fyrr – þetta er nú meira ógeðið – uss fuss.
Já og svo setti ég sjónvarpsfjarstýringuna í þvottavélina – mjög leiðinlegt verð ég að segja… sigh
Flottur dagur í mataræði í dag – nema ég fékk mér nammi og kvöldið verður ekki gott – nenni ekki að elda þessar fínar kjúklingabringur – kemur reyndar til af því að ég get hvorki gengið né staðið mér er svo illt í löppunum – hver salernisferð krefst verulegra átaka og stuna – þeas á leiðinni þangað ;-). Svo þvældi bjartur bandinu um ökklana á mér og hljóp af stað – afskaplega marin þar undan – akkúrat fín viðbót 🙂
En ég er bara ánægð með þetta – búin að skrifa matardagbók og ég verð í 42 stigum eftir daginn eða svo – en það er grunnorkuþörfin mín svo ég fitna ekki í dag. Rétt að vera glaður með að vera farin að skrifa dagbókina – hún skiptir mig mjög miklu máli og hjálpar mér mikið.