Aumingja Aðalsteinn minn var rotaður í nótt og vissi varla hvað hann hét – af því tilefni var hann sendur til Akureyriar í sneiðmyndatöku og allt kom gott út úr því. Það er svo gott að vita af honum í góðum höndum, þau Anna Sigrún, Magnús og Halldóra hugsa svo dæmalaust vel um hann.
Ég nenni engu í dag – ætlaði að fara í garðinn og synda og hjóla og ég veit ekki hvað og hvað – það að vísu stendur ekki til boða að hjóla ekki því seinni hluti MISSION INGVELDUR er hafinn og þá er ekki í boði að hreyfa sig ekki og fara ekki eftir planinu. Ég er því á leið að finna peysu og den slags til að bregða yfir mig í hjólatúr dagsins sem skal vera að lágmarki 20 mínútur. Veit ekki hve mikið meira mjaðmirnar þola. Svo langar mig nú í pottinn til að láta buna smá á aumar mjaðmir. Svakalega aum í þeim maður og finn barasta bara til. En á móti kemur að mér er ekki illt í maganum og það er í fyrsta sinn lengi lengi lengi – er búin að vera alveg svakalega slæm í honum síðan fyrir próf – enda stress ekki sérlega gott á magann minn og ekki var nú mataræðið alveg upp á það besta. En nú horfir þetta allt til betri vegar – þó ég borði of mikið – of stóra skammta dag hvern um þessar myndir þá er þetta allt saman undir control :-).
En sem sagt peysan. Set hér inn að lokum nokkuð sem Baldur sagði við mig í upphafi árs 2007 og það á alveg svakalega vel við enn í dag:
Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífsstil, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það.
Bara sagði gæinn – og já er þetta nema eitthvað bara. Hvað er ég enn að gera af þessu? Passa upp á svefn og hvíld þar hefur verið mikil breyting. Breyta mataræðinu – mikið gerst þar – þarf að halda áfram og hreyfa sig bara meira. Það er ekki eins og ég geti þetta ekki ;-).