þvílík vinnuvika

..er að baki að sjaldan hefur annað eins sést og það þó sé litið til fyrri starfa Ingveldar.  Flóaskólaheimsókn á mánudag til 22 eða svo, síðan kom nú nokkuð rólegur dagur – bara komin heim um 19 ef ég man rétt, svo kom annar 22 dagur, í gær uppstigningadag fór ég í skólann og tók til í draslinu mínu – og reyndi að glíma við cleverboardið – sem er enn töluvert meira clever en ég!  Kom heim um 20 – búin að vera.  Og í dag kom Grunnskóli Borgarfjarðar í heimsókn – frábærlega skemmtilegt.  Kom heim um 20.  Jamm bara búin að skila mínu í dag, og að mogganum viðbættum þá er þetta baaaaaaaara ágætt ;-).

Ég er heilt yfir að drepast úr hitakófi, verkjum í fótum,mjöðmum, hné og ristum –  aumri hægri hendi og annarri óáran – já og magasárs bakterían er ekki dauð þannig að ég þarf líklega að kaupa annan skammt af fokdýrum lyfjum og sjá hvort hún drepist helvítið á henni – gengur bara ekki sérlega vel að ná sambandi við lækni.

Nú svo er púlsinn minn mjög lágur, mig svimar og er öll hin undarlegasta.  Þaarf endilega að komast til læknis eftir helgina – ef ég man 😉 

Annars er ég bara góð – alveg að drepast og vinnuálagið sem aldrei fyrr – hreyfingin og mataræði aftur komið í rusl og rúss eins og alltaf þegar mikið er um að vera!  Diísuss ég verð að fara að koma þessu í stand.

Eiginlega enginn púls

Eða það segir Polli amk – enda er nú eiginlega líðanin þannig – mig roksvimar og get mig eiginlega ekki hreyft nema örmagnast – úff púff.  Fór nú samt að hjóla, og svo synti ég 400 metra í dag.  Voða gott og mjaðmir ekki nema hæfilega slæmar.

Er samt ekki sammála Baldri að það sé ekkert að mér í þeim lengur 😉  Ef maður sefur ekki fyrir verkjum þá er eitthvað ekki í lagi – segi og skrifa.

Það var svo frábært veður í dag að ég ætla ekki að segja ykkur það – eða jú sem sagt er að segja það ;-).  Frábært veður í dag – frábært veður í gær og Aðalsteinn minn kom heim í dag litla grjónið og það var óumræðilega dýrmætt að borða saman góðan grillmat í kvöld.  Ljúft og gott – lífið sjálft.

En á morgun er langur dagur þannig að ég hjóla ekki í vinnuna þann daginn – en heilmikið ætla ég að hjóla næstu viku samt 🙂

Ég er sem sagt alsæl með hreyfinguna mína – vona að mataræðið dugi til að ég léttist og batni í áframhaldinu enn. 

Í mörg horn að líta

Jæja amk er Ingveldur komin til baka!  En það er ótrúlega mikið vesen samt á sumum sviðum lífs míns en ég nenni ekki að tala um þau!  Bara sum þeirra!

Ég er svaka dugleg að hreyfa mig:  Í síðustu viku var synt og hjólað um allan bæ (er hætt að nota bílinn innanbæjar nema í neyð ;-)).  SVo erum við Hilmar byrjuð að hjóla í vinnuna og skiljum bílinn eftir einhvers staðar á leiðinni og hjólum þaðan.  Mjög gaman – fyrst maður kemur upp og svo aftur upp Kerhólinn!  Ég er mjög ánægða með að komast það – það er nefnilega allnokkur brekka.

Ég fór í gær í mjaðmameðferð og ég er miklu betri en ég var fyrir 2 vikum – líklega vegna þess að ég sit ekki eins mikið og er að hreyfa mig meira – hjólið gerir mér svakalega gott!

Í morgun svaf ég og svaf og fór svo að tína rusl með Samfylkingunni – það var nú ekki leiðinlegt!

Í gærkveldi komum Björgvin og Vilborg og söguðu hér tré hægri og vinstri og garðurinn er 500 kg léttari og flottari og allt!

Þvílíkur léttur

Maí oh mæ

Aumingja Aðalsteinn minn var rotaður í nótt og vissi varla hvað hann hét – af því tilefni var hann sendur til Akureyriar í sneiðmyndatöku og allt kom gott út úr því.  Það er svo gott að vita af honum í góðum höndum, þau Anna Sigrún, Magnús og Halldóra hugsa svo dæmalaust vel um hann. 

Ég nenni engu í dag – ætlaði að fara í garðinn og synda og hjóla og ég veit ekki hvað og hvað – það að vísu stendur ekki til boða að hjóla ekki því seinni hluti MISSION INGVELDUR  er hafinn og þá er ekki í boði að hreyfa sig ekki og fara ekki eftir planinu.  Ég er því á leið að finna peysu og den slags til að bregða yfir mig í hjólatúr dagsins sem skal vera að lágmarki 20 mínútur.  Veit ekki hve mikið meira mjaðmirnar þola.  Svo langar mig nú í pottinn til að láta buna smá á aumar mjaðmir.  Svakalega aum í þeim maður og finn barasta bara til.  En á móti kemur að mér er ekki illt í maganum og það er í fyrsta sinn lengi lengi lengi – er búin að vera alveg svakalega slæm í honum síðan fyrir próf – enda stress ekki sérlega gott á magann minn og ekki var nú mataræðið alveg upp á það besta.  En nú horfir þetta allt til betri vegar – þó ég borði of mikið – of stóra skammta dag hvern um þessar myndir þá er þetta allt saman undir control :-).

En sem sagt peysan.  Set hér inn að lokum nokkuð sem Baldur sagði við mig í upphafi árs 2007 og það á alveg svakalega vel við enn í dag:

Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífsstil, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það.

Bara sagði gæinn – og já er þetta nema eitthvað bara.  Hvað er ég enn að gera af þessu?  Passa upp á svefn og hvíld þar hefur verið mikil breyting.  Breyta mataræðinu – mikið gerst þar – þarf að halda áfram og hreyfa sig bara meira.  Það er ekki eins og ég geti þetta ekki ;-).