..er að baki að sjaldan hefur annað eins sést og það þó sé litið til fyrri starfa Ingveldar. Flóaskólaheimsókn á mánudag til 22 eða svo, síðan kom nú nokkuð rólegur dagur – bara komin heim um 19 ef ég man rétt, svo kom annar 22 dagur, í gær uppstigningadag fór ég í skólann og tók til í draslinu mínu – og reyndi að glíma við cleverboardið – sem er enn töluvert meira clever en ég! Kom heim um 20 – búin að vera. Og í dag kom Grunnskóli Borgarfjarðar í heimsókn – frábærlega skemmtilegt. Kom heim um 20. Jamm bara búin að skila mínu í dag, og að mogganum viðbættum þá er þetta baaaaaaaara ágætt ;-).
Ég er heilt yfir að drepast úr hitakófi, verkjum í fótum,mjöðmum, hné og ristum – aumri hægri hendi og annarri óáran – já og magasárs bakterían er ekki dauð þannig að ég þarf líklega að kaupa annan skammt af fokdýrum lyfjum og sjá hvort hún drepist helvítið á henni – gengur bara ekki sérlega vel að ná sambandi við lækni.
Nú svo er púlsinn minn mjög lágur, mig svimar og er öll hin undarlegasta. Þaarf endilega að komast til læknis eftir helgina – ef ég man 😉
Annars er ég bara góð – alveg að drepast og vinnuálagið sem aldrei fyrr – hreyfingin og mataræði aftur komið í rusl og rúss eins og alltaf þegar mikið er um að vera! Diísuss ég verð að fara að koma þessu í stand.