Inga litla dramadrottning

Jæja þá er konan búin í prófinu sínu – það hefur náttúrulega engin kona farið í próf í aðferðafræði fyrr – eða þurft að leggja annað eins á sig – náttúrulega ekki.  Hið leiðinlega er að ég held að árangurinn sé ekki í samræmi við það sem hún Inga litla lagði á sig.  Ég er búin að læra alveg djöfulmóð en ég held að ég hafi ekki náð sérstökum árangri og áreiðanlega síst betri en aðrir sem hafa áreiðanlega haft lægra um námið sitt :-).  Ég lagði líka áherslu á svolitla vitleysu  – áherslu á skilning á tölfræðinni en reyndi ekki eins við aðferðafræði megindlegra… svoldið leiðinlegt.  Og svo las ég eina spurninguna vitlaust og svaraði krossi vitlaust sem ég vissi þó svarið við ef ég hefði bara slysast til að lesa spurninguna fuss og svei!

En á morgun hefst seinni hálfleikurinn í lífsstílsbreytingunni.  Næstu 35 kíló – fyrir 49 ára aldurinn.  Það eru 9 kg á ári og ekkert múður með það.

Aðferðafræði

Jæja þá er prófið í aðferðafræðinni að nálgast – á þriðjudag nákvæmlega 😉  Ég hef skilað öllum verkefnum á réttum tíma og reynt að leggja mig fram í þeim.  Ég hef hlustað á sumt vel og lengi og minna á annað. Ég hef fjóra daga til þess að læra eiginlega fjóra og hálfan og ég ætla að læra 8 tíma á dag og upprifun að kveldi.  Og ég ætla ekki að láta eitthvað kvef stoppa mig – og það sem meira er ég ætla að byrja seinni hálfleikinn í léttingnum 1 maí – seinni 40 kílóin here you GO

Af mér og mínu

Jæja ekki hefur maður nú verið duglegur að halda sér við hér á blogginu enda lífið eftir því – ég þarf að vera með fókusinn á sjálfri mér alveg endalaust ef ég á ekki missa mig í eitthvað aðgerðarleysi.  Það að blogga er eitt af því mikilvægasta sem ég geri í því að viðhalda breyttum lífsstíl.  Nú er komið smá sjónarhorn á þetta aftur – ekki að það hafi alveg farið en meðvitund kannski ekki alveg verið í botni.

ég er farin að skrifa matardagbók og nú er ég að ljúka 1. vikunni í því ferli en það felst í því að breyta ekki neinu í stórum dráttum frá því sem verið hefur til þess að fá mynd af líferninu.  Þá kemur í ljós að oftast er ég að borða fullan hitaeiningaskammt – suma daga borða ég of mikið vegna einhverra sprengja sem ég læt eftir mér.  Þessa viku sem ég hef skrifað hef ég 1 daga borðað sælgæti, 2 daga borðað snakk og 1 dag fengið mér franskar. Af þessu leiðir að ég er að borða of mikið og alltof mikið miðað við að ætla mér að léttast.   Ég borða of mikið brauð og of lítið grænmeti – og ég drekka alltof mikið pespsi max og þar af leiðandi alltof lítið vatn. 

Nú um helgina á ég að skrifa verkefni í aðferðarfræði og læra fyrir prófið í kjölfarið á því.  Það mun ég geri og ég mun ekki borða heilsusamlegastu fæðu á meðan – það er alveg klárt. En ég mun halda sjó í hreyfingu og mataræði.  Og svo kemur bara glæsibragurinn þar á eftir – ekki spurning um það. 

Ég hef verið algjörlega ómöguleg í mjöðmum síðustu viku – ekki sofið vel og náð illa að hreyfa mig á milli staða hreinlega.  Eins hefur hnéð verið með allra versta móti. Ég hef þó gengið með moggann, verið á Hraustum konum hreyfinámsieiði og farið í blak svo þetta er nú ekki alveg dauði og djöfull.

En nú er það að læra aðferðafræði.  Eftir hana eru það svo kosningar, námsmat í Ljósuborg, hreyfing, mataræði – og áreiðanlega eitthvða fleira 😉

Inga og páskarnir :-)

Góðan daginn – hér er ég – sprelllifandi. 

Í páskafríinu hef ég að mestu lært og lesið.  Sest við og kemst að því í hvert eitt sinn að ég man ekkert af því sem ég las og ,,lærði“ um í gær en hugga mig við að líklega hlýtur upprifjunartíminn að styttast ;-).

Ég held ég hafi ætlað að nota mér páskafríiið til að hreyfa mig en minna hefur nú verið gert af því enda hnéð á mér verið alveg ómögulegt – og þá meina ég ómögulegt – gengið hölt hvað þá annað – og ekki hafa mjaðmirnar verið betri – á þessu verður líklega að gera bragarbót.

T.d. að léttast… og ég þarf að gera það – ég þarf að segja mig úr samfélagi við Pál minn í matarmálum.  Gengur ekki alveg að láta hann bjarga mér í önnum mínum.  Neibb gar inte…

En það þýðir ekkert að vera á bömmer yfir þessu – það verður bara að skunda af stað og léttastu um 4 kg á næstu 4 dögum og koma mjöðmum og hné í lag sömuleiðis því ég er að fara á Reykjó þann 8. apríl…  Jamm og já!