Jæja ekki hefur maður nú verið duglegur að halda sér við hér á blogginu enda lífið eftir því – ég þarf að vera með fókusinn á sjálfri mér alveg endalaust ef ég á ekki missa mig í eitthvað aðgerðarleysi. Það að blogga er eitt af því mikilvægasta sem ég geri í því að viðhalda breyttum lífsstíl. Nú er komið smá sjónarhorn á þetta aftur – ekki að það hafi alveg farið en meðvitund kannski ekki alveg verið í botni.
ég er farin að skrifa matardagbók og nú er ég að ljúka 1. vikunni í því ferli en það felst í því að breyta ekki neinu í stórum dráttum frá því sem verið hefur til þess að fá mynd af líferninu. Þá kemur í ljós að oftast er ég að borða fullan hitaeiningaskammt – suma daga borða ég of mikið vegna einhverra sprengja sem ég læt eftir mér. Þessa viku sem ég hef skrifað hef ég 1 daga borðað sælgæti, 2 daga borðað snakk og 1 dag fengið mér franskar. Af þessu leiðir að ég er að borða of mikið og alltof mikið miðað við að ætla mér að léttast. Ég borða of mikið brauð og of lítið grænmeti – og ég drekka alltof mikið pespsi max og þar af leiðandi alltof lítið vatn.
Nú um helgina á ég að skrifa verkefni í aðferðarfræði og læra fyrir prófið í kjölfarið á því. Það mun ég geri og ég mun ekki borða heilsusamlegastu fæðu á meðan – það er alveg klárt. En ég mun halda sjó í hreyfingu og mataræði. Og svo kemur bara glæsibragurinn þar á eftir – ekki spurning um það.
Ég hef verið algjörlega ómöguleg í mjöðmum síðustu viku – ekki sofið vel og náð illa að hreyfa mig á milli staða hreinlega. Eins hefur hnéð verið með allra versta móti. Ég hef þó gengið með moggann, verið á Hraustum konum hreyfinámsieiði og farið í blak svo þetta er nú ekki alveg dauði og djöfull.
En nú er það að læra aðferðafræði. Eftir hana eru það svo kosningar, námsmat í Ljósuborg, hreyfing, mataræði – og áreiðanlega eitthvða fleira 😉