Réttlæti – punktar úr grein Ólafs Páls

Fyrirsögn þessa pistils er hlekkur á frekari skrif Ólafs Páls – fræðileg umræða er ótrúlega frískandi á þessum stundum!
Vinsamlegast vísið ekki í grein Ólafs Páls eða í þessi skrif mín hér sem eru útdráttur úr grein hans um Réttlæti

Nýtum menntakerfið – prófgráður til að útdeila verðmætum

En hvað ef menntakerfið er ekki réttlátt – hvað ef það hampar öðrum þáttum hærra en hinum?

Réttlæti,mismunur og mismunun

Hér er farið yfir grein Ólafs Páls með sérstakri áherslu á – hvernig félagsleg mismunun HEFUR áhrif í skólakerfinu

•Mismunur sem telst sem félagsleg mismunun er:

•1. mismunurinn verður að vera mikilsverður – varða velferð einstklinganna

•2. orsakirnar verða að liggja í félagslegum þáttum – en ekki t.d. í dugnaði eða leti

•3. mismunurinn er afleiðing af a ranglátu skipulagi stofnana samfélagsins, eða b annars konar ranglæti t.d. ranglátum hefðum.

•skilgreining á félagslegir mismunun

•o Féalgsleg mismunun á sér stað þegar mismunandi félagslegri stöðu einstaklinga og hópa fylgi misjan aðgangur að gæðum samfélagsins.

•Hvað er velferð?

•o frumgæði – Rawls nefnir réttindi, tækifæri, laun og sjálfsvirðingu -. Góð heilsa, greind og ímyndunarafl sem eru náttúruleg gæði.

•Allt þetta er erfitt að skilgreina og það að fórna td. sjálfvirðingunni með því að stunda starf sem sviptir manni henni – t.d. vændi, til þess að fá meiri peninga er kannski ekki meiri velferð nema síður sé. Eins getur það verið erfitt fyrir fólk að umbreyta peningum í t.d. menntun eða nýta þannig betur tækifærin sem ku leynast á meðal vor. Þarna ræður hreinlega persónulegur munur fólks því hve vel spilast úr – á stundum.

•En hvaða gæðum er sóst eftir? Hvað er gott og hvað færir okkur velferð? Það getur verið misjafnt eftir samfélögum jafnvel hópum innan samfélaga. Hvað er auður?

•Bourdieu skilgreinir þrenns konar auð – efnahagslega auðinn sem við erum vönust að kalla einfaldlega auð, menningarauð og félagsauð

•o Menningarauður –

•§ auður sem er bundinn líkama og hug, menntun eða færni, en færnin verður að vera einhvers virði í því samfélagi sem þú býrð við

•§ hlutbundinn – bækur, listaverk, prófgráður,

•§ stofnanir svo sem hjónaband, ýmislegt sem tengist hefðum og einnig stofnanir úr timbri og grjóti.

Félagsauður –

samsan virkra og mögulegra úrræða sem hann hefur og tengjast meira eða minna stofnanabundnum o gvaranlegum samböndum sem byggjat á gagnkvæmum kynnum og viðurkenningu. Félagsauðurinn veltur á umfangi þeirra sambanda sem hann getur virkjað og á þeim auði sem þeir sem hann hefur samband við búa yfir – hvaða tegund af auði sem það er.

•Velferð einstaklingsins ræðst af þeim auð sem hann býr yfir (og þá allir þrír)

•Félagsleg mismunun getur því verið ranglát skipting efnahagslegs, menningarlegs og félagslegs auðs.

•Réttlát skipting gæða -skiptaréttlæti

•o Hver er réttlát skipting gæða? og þá erum við nú svolítið komin út í pólitíkina

•Peningaauður er það ekki því þá geta þeir sem hafa hann í ríkari mæli en aðrir keypt sér hinn auðinn óhikaið – menntun, félagslegt öryggi væri bara fyrir þá sem geta borgað fyrir það uppsett verð (sem og menntunina)

•Óréttlætið felst í því að ein tegund auðs er höfð sem grundvallarverðmætum.

•Hvað verðskuldar hver? Verðskuldun er háð gildismati og hæfileikar sömuleiðis eigi að nýta þá til að skipta gæðum.

•Menntun getur verið liður í því að útdeila gæðum réttlátlega – en þá þarf menntakerfið að vera réttlátt og allir eiga jafna möguleika innan þess – og hvað segir Bourdieu um það?

•Hér skipta tvær þættir megin máli

•o Skipulag grunnstofnana samfélagsins

•o Heimsmynd okkar – almenn viðhorf og fordómar og hún mótast af habitus hvers og eins – þetta er ekki náttúrulegir þættir heldur ráðast af félagslegri stöðu okkar.

•Bourdieu lýsir ákveðnum veruleika en hann segir ekki til um það hvort honum beri að breyta – hann dregur upp mynd en þær geta hjálpað til við það ef við lítum svo á að kenningar hans bendi til ranglætis. – sem þær vissulega gera að mínu mati. Bourdieu fannst eðlilegt eftir að hann var búinn að greina – að þá myndi réttlætisspurningunni vera svarað? Hvernig á að skipta gæðum samfélagsins?

•Sktiparéttlæti:

•o Einfaldi vandinn (ekki sérlega einfaldur þó)hvernig skal skipta gæðum sem hópur fólks hefur ekki verið með í að skapa en á þó e.t.v. og líklega rétt á að njóta hans?

•o Flókni vandinn – réttlátar reglur heils samfélags þannig að þar séu leikreglur réttlátar þannig að það verði sanngjarnt og og hagkvæmur vettvangur fyrir samvinnu borgaranna í áranna rás – aldanna jafnvel.

•Erfitt er að forðast félagslega mismunun – hún getur skotið upp kollinum hvar sem er því sviðin eru mörg og margslungin.

•Það má hugsa sér að samfélagið í heild sé samvinnuvettvangur (allt sem við gerum er samofið og erfitt að greina hver á tiltekinn auð – hver aflar hans – gerði hann það einn og skal þá enginn annar deila honum osfv.) (þess má geta að lýðræðið byggir á þessari samvinnuhugsun).

•o félagslegur auður og menningarauður sé lagður til grundvallar réttlátri skiptingu frekar en fjármagn eins og nú er.

•o þjóðfélagsþegnarnir ættu þá auðveldara með að sjá réttlætið í kerfinu því samvinnuhugtakið dytti út um leið og auðurinn ræður för.

•o Fjármagnsauð er misskipt nema eignaréttur sé takmarkaður að miklu eða öllu leyti

•Rawls: réttlæti er hugmyndin um samfélagið sem réttlátt kerfi félagslegrar samvinnu frá einni kynslóð til annarrar.

•Samvinnuvettvangur verður að uppfylla lágmarkskröfur um sanngirni. Hver og einn verður að geta haft tækifæri til þess að leita að því góða lífi sem hann kýs. Það má ekki mismuna borgurunum og því verða stofnanir samfélagsins að vera hlutlausar og ekki dæma hvað sé gott líf.

•virða verður borgarana bæði sem þiggjendur og gerendur. Þetta er lykillinn í allri réttlætisumræðu.

•Fátækt er ekki félagleg mismunun í sjálfu sér – ekki fyrr en hún erfist mann fram af manni og verður þannig að fátækra gildru. Þá er ástæðan ekki bara persónuleg heldur á hún sér dýpri rætur. Eins er það með menntunina.

•Félagsfræði menntunar snýst um að kortleggja þennan mismun og skoða samfélög sem viðhalda honum.

•o Niðurstaðan virðist vera sú að mismunin er innbyggð í stofnanir samfélagsins og skipulag þess – mismunur gengur í erfðir

•Mismunur er til staðar því hann hefur með afgerandi hætti áhrif á aðgang að ýmsum mikilsverðum gæðum. Í sjálfu sér er menntunin mikilsverð gæði og hins vegar skiptir hún máli sem aðgöngumiði að yfirvettvangi samfélagsins – efnahags og valdavettvanginum og þeir sem eiga greiðasta leið þar inn eru þeir sem eiga auðveldast með að finna góða lífið.

•Skólinn getur fest félagslega mismunun í sessi með þvi´að viðhalda og festa gildismat ráðandi hópa í sessi á kostnað annarra jafnvel þó starfshættir skólans beri það ekki með sér á augljósan hátt.

•o Sumir nemendur upplifa sig á heimavelli á meðan öðrum líður eins og geimverum í kafbát. Val getur meira að segja verið dulbúin leið til þess að stýra (Hér myndi punktur um bernstein eiga heima ef eitthvað af honum yrði með.)

•Félagsleg réttlæting í námi hefur verið hvað hæst í hópi þeirra sem berjast fyrir málefnum fatlaðra sem krafan um skóla án aðgreiningar sbr salamanca ályktunina frá 1994.

•Skólagangan verður að taka mið af mannlegum breytileika strax í upphafi og má ekki ganga útfrá mannlegri einsleitni.

•Í sögulegu samhengi voru skólar vettvangar forréttinda en nú skulu þeir gegna veigamiklu hlutverki í því að stuðla að réttlátu samfélagi -líklega því veigamesta í samfélagi okkar.

•Skólar draga enn fólk í dilka eftir félagslegum uppruna, kynferði, búsetu og þjóðerni og enn eru fötluð börn víða óvelkomin segir Ólafur Páll að lokum.

Færðu inn athugasemd