Lýðræði og skólastarf

Ég upptötvaði Ólaf Pál í haust og maðurinn er snillingur – og þessi umræða er svo þörf sem hann býður upp á.  Þetta er úr óbirtu efni frá honum um Lýðræði og skólastarf.  Vinsamlegast ekki vísa í þetta í neinum skrifum.

Punktar úr grein Ólafs Páls – Lýðræði og skóli , gerðir með einstaklingsmiðað nám og lýðræði og í huga

•Skólin skal mennta nemendur sína – akademísk markmið

•Skólinn skal einnig aðlaga nemendur sína að þjóðfélaginu – samfélaginu

•o Þá spyr maður sig er ekki skólinn í raun og veru tæki sem viðheldur mismunun – skulu ekki nemendur hans koma út allir meira og minna eins svo samfélagið haldist á réttum kili?

•Skólinn skal þjónusta samfélagið og nemandann – búa til nýta þjóðfélagsþegna Þeir eru einstkaklingsmiðaðir (kenna nemendum) en líka samfélagsmiðaðaðir því þeir skulu skila nemendum sínum frá sér í ákveðnu formi.

•Lýðræði illa skilgreint í námskrá (1) en nemendur eiga að vera færir um að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi en einnig skulu starfshættir skólans einkennast af lýðræðislegu samstarfi. (2)

•Skólar eru að hluta til að sinna stjórnmálauppeldi eða menntun en ekki bara starfsþjálfun eins og var í heimakennslunni hér í den (3)

•Undirbúningur fyrir lífið er þrennskonar:

•o fræða og þjálfa til atvinnuþátttöku

•o undirbúningur fyrir lífið en ekki starfið – borgari í samfélagi

•o vera sjálfráða gerendur í eigin lífi en ekki leiksppar fávisku fordóma eða afturhaldssamra hefða.

•skólinn skal þjálfa nemendur í því að koma sér og skoðunum sínum á framfæri þannig að eftir því sé tekið – um leið og þeir gefa öðrum svigrúm til þess sama – lesa má þó úr þessu að þarna sé besta að vera bestur því þá verða skoðanir manns ofan á ekki satt?

•námskráin segir um lýðræði m.a.jafngildi allra manan, virðing fyrir einstaklingnum og ssamábyrgð – umburðarlyndi….Ólafur Páll segir þetta nokkuð einfeldningslegt allt saman og um leið og skólinn eigi að starfa á lýðræðislegan hátt þá er allt múlbundið í lokamarkmið og áfangamarkmið sem ná skuli sama hvað… Lífsleikni er það fag þar sem þjálfun og notkun lýðræðis er virkast en hún fær sára lítinn tíma í grunnskólanum

•Rousseau – fyrir honum er enginn munur á eiginlegri menntun og því sem hann hefið getað kallað borgaramenntun eða menntun til lýðræðis. Það að mennast og verða skynsemsivera er ekkert annað en að menntast til þess að verða frjáls og sjálfráða borgari (8).

•John Dewey – lýðræði verður að eiga sér rætur í einstaklingsbundnum lífsmáta og skapgerð borgaranna – án þess er ekki hægt að tala um lýðræðislega stjórnarhætti.

•Lýðræðisleg manneskja er frjáls og full af heilbrigðri skynsemi – en eitthvað meira er nú á spýtunni…lýðræði er sú trú að jafnvel þear þarfir og markmið eða afleiðingar eru ólík frá einni manneskju annarrar felur það að temja sér að vinna saman af vinsemd ómetanlega viðbót við lífið (dewey sjálfur 8-9). Við leitum lausna á vettvangi skynseminnar og lærum að meta að ágreiningur er dýrmæt afurð – uppspretta siðferðilega og menningarlegra verðmæta.

•En við megum ekki gleyma því – að lýðræði í skólastarfi er ekki hið sama og lýðræðislegt stjórnarfar eða lýðræði í svo stórri einingu sem samfélag er. Wolfgang Edelstein talar um það í útvarspþætti í ágúst 2009 að þar sé ekki sami hluturinn á ferð.

•Lýðræði felur í sér samræður/rökræður – skapar vettvang til þess að breyta áherslum

•Lýðræðistal í aðalnámskrá er fyrst og fremst þessi réttur ti lþess að halda sínu fram og leyfaöðrum að gera það líka – en hvað gerum við, við ágreininginn? Þurrkum við hann út með því að kjósa og láta hið fornkveðna gilda – meirihlutinn ræður? Eða sættum við okkur við fjölbreytileikann og lærum að kunna að meta ósætti?

•Það að leyfa margbreytileikanum að njóta sín á sér hljómgrunn í einstaklingsmiðun

•Dewey vill að við meina að í ágreingnum felist auður – og margbreytileikinn sé eftirsóknarverður

•Lýðræði er samveruháttur sem tekur til allra sviða – það þarf að renna saman við merg og bein – hvaða augum lítum við samferðarfólkið – vinur eða fjandmaður, gagnrýni er námstækifæri eða árás, er það að vera óssammála ögrun eða ógn?

•Dewey vill við munum eftir því að við getum ekki gert ráð fyrir reynslu hjá nemendum okkar og hafið kennsluna með þá vissu að reynslan sé til staðar heldur verðum við að leyfa nemendum að öðlast hana: Fyrr eigi sér ekkert nám stað – og þetta vekur mann til umhugsunar um habitus – við gerum ráð fyrir að allir eigi sér sama grunn reynsluheim hér á Íslandi en svo er ekki – innflytjendur eiga sér allt annan habitus – barn sem ekki fer í leikskóla á sér ekki þann habitus. sífellt þarf að vera að spyrja sig hvaða reynslu hafa nemendur mínir? Hvernig get ég tengt námefnið- markmiðin við eþssa reynslu – í sundurleitum nemendahópi getur þetta verið mjög erfitt en þess mikilvægari. Lýðræði í skólastarfi er að huga sérstaklega vel að þessum spurningum. (13)

•Sterk sjálfsmynd er nauðsynleg – mín reynsla, minn bakgrunnur er eins mikilvægur og hvers annars. Nám er félagslegt fyrirbæri en ekki einstaklingstengt…. nemandi nýtir öll tæki sín, hugsun, skynjun vissulega en ekki síður reiðir nemandinn sig á öll þau tæki og tækifæri sem hið félagslega umhverfi hans leggur honum til (bourdieu myndi nú hafa tekið undið það maður minn!)

•Skortur á lýðræði í skólastarfinu er skortur á sanngjörnum námstækifærum. Við þurfum að umbreyta skólanum þannig að hver og einn getur litið á hann sem sanngjarnan samvinnuvettvang þar sem unnið er að verðugum markmiðum.

Ju hvað þetta er flott J

Færðu inn athugasemd