Ingveldur er búin að breyta

Það er alrangt hjá mér að tala um lífsstílsbreytingu – hún hefur löngu átt sér stað og allar breytingar sem ég geri á lífsstíl upp úr þessu er í gamla farið – og hver hefur nú áhuga á því?  Það er því ekki til neins fyrir mig að blekkja mig með því að blaðra um að það sé erfitt að breyta – ég er búin að breyta.  Ekki nokkur brekka þar!   ég þarf bara að hanga á sporinu.
Og spyrja mig reglulega hvort ég ætli niður á næsta tug eða vera bara þar sem ég er.  Svarið er að sjálfsögðu NEI.  Þá þarf bara live up to it.
Hreyfingin er komin inn á fullu aftur eftir smá sett bakk í þeim efnum og major sett bakk í mataræði.  Nú þarf ég að breyta þessu rugli og léttast á ný.  Allt mitt líf er að komast í fastar skorður og þá get ég bara lifað mínu lífsstílsbreytta lífi án nokkurs vesens – er það ekki 😉

Færðu inn athugasemd