Þau eru fljót að fara út í veður og vind góðu markmiðin 😉 Ég sé að ég hef ætlað mér að fara í sund í dag en nú í augnablikinu sé ég ekki fram á að ég nenni því með nokkru móti – en þá kemur nú hið fornkveðna upp – og hvað kemur nenna því máli við? Annars er svo frábært veður að ég gæti hugsað mér að hjóla svolítið – vona að hjólið mitt sé í standi…
Ég fór út á snúru með þvott og er að vonast til að hann þorni þar – nema hvað og eitthvað af hundahárunum fari úr fötunum líka ;-). Ekki var nú nóg með það heldur fór ég og tók upp hundaskítinn af lóðum okkar nágrannans og næsta stig í þeim málum væri að tína allt það ógnarinnar drasl sem hefur fokið í runnana í vetur. Nægilega gott er veðrið svo mikið er víst!
Hér inni er allt í hers höndum, tíkin kemur sérstakar ferðir inn og pissar – alveg viss um að það sé hvorki hægt að míga né skíta úti – það þýðir að ekki dugir að skúra sjaldnar en einu sinni á dag – sem að vísu hefur góð áhrif á uppsöfnun hundahára í hornum – þeas – það er ekki mikið um þau. Sko til það eru bjartar hliðar á öllu! Ég sé einni að ég á ekki mjög margar vélar eftir í vaskahúsinu og þar með er allt orðið hreint af nýinnfluttu ungunum sem eiga svolítið í land með að læra á þvottavélar og slíka tækni ;-).
Nú svo er bara að hlusta á svolítið efni úr aðferðarfræðinni og taka til í einu og einu horni, njóta þess að vera til og borða svona hæfilega skynsamlega – já og ekki gleyma því að fara út að hjóla eða í sund – hálftími dugir ;-).