Hvað tekur við eftir handbolta?

Svakaleg handboltatörn er að baki – úff maður var gjörsamlega óvinnufær á meðan á því stóð – það er bæði satt og rétt – hvurs rökrétt sem það nú er samt ;-).  Nú en lífið heldur áfram – alveg fram að Eurovision – en nú er einmitt verið að velja lag á RUV – ég hef nú eiginlega bara áhuga á tveimur lögum – við sjáum hvernig sú rimma fer.  Fram í maí þarf að þreyja þorrann og góuna – vinna smá og læra líka.

Ég fór aðeins í það nú áðan að læra – hef ekki getað komist í það að neinu ráði því Ragnheiður og Jósep voru að koma heim aftur og því fylgdi nú eitt og annað skal ég segja ykkur!  Mikið hvolpapiss amk ;-).  Annars förum við Skotta saman með blöðin á morgnana og Palli og Bjartur fara sinn hring – nú þarf bara að lengja þá göngu aðeins – gerum það þegar leikritastússið er búið á Páli og daginn fer að lengja…. annars er þvílíkur munur á birtustiginu sem er frábært.

Ég náði að pota mér niður á milli hauganna sem hafa safnast upp í vinnuherberginu mínu 😉 og snuddaðist smávegis í aðferðarfræðinni og mikið er ég fegin og létt og allt!  Ég held ég sé alveg að ná tökum á tilverunni ég segi það satt fór meira að segja í sund í gær og í blak í fyrradag – og á morgun er það aftur sund – annars er markmiðið að hreyfa sig í 30 mín á dag og aldrei minna á meðan á lífshlaupinu stendur – annað gengur nú ekki… en með því að ná þessum tökum þá kemur þetta nú allt saman ég er viss um það!

Færðu inn athugasemd