Jæja það var eins og kerlingin sagði – um leið og maður hættir að blogga þá er kúkur kominn upp undir handakrika. Eða svo… Ég er búin að vera alveg svakalega eitthvað lítið gáfuleg í febrúar – ekki mikið betri í janúar – en verri í febrúar ;-). En þetta er nú eins og hvað annað – það er alveg klárt að þetta er bara ferli og erfitt að vera alltaf að streitast á móti öllu. Ég hef sem sagt um það bil etið það sem mér hefur sýnst – en þó nýtt mér eitthvað af því sem ég hef lært á þessum árum sem breytingarferlið hefur staðið. Hreyfing hefur verið með minnsta móti en þó alltaf Mogginn og blakið -og kannski eitthvað smá með – og fyrir vikið er ég svona svakalega góð í skrokknum maður! Nú þegar ég er aðeins farin að bæta í á ný þá bara er þetta allt önnur líðan og ég get beitt mér miklu meira í æfingum. Ég er byrjuð á hreyfinámskeiði á Borg sem stendur í 12 vikur – ætlaði nú alls ekki á það en svo sá ég að e.t.v. væri þetta nákvæmlega það sem ég þyrfti á þessum tímapunkti í mínu lífi.
Nú finn ég að smá löngun er komin í að standa mig og vera komin í svoldið góðan sprikl gír 8. apríl þegar stóri mælingadagurinn er – þá verð ég nú að vera búin að æfa alveg fullt og koma mér í góðan gír á ný.
Febrúar átti að vera rólegur en hann varð heldur rólegri – og ég á ekki von á því að vigtin verði neitt til þess að hrópa húrra yfir, en það er þá bara að taka því og berjast í því áfram og af meiri elju.
En góðu fréttirnar eru nú þær að ég maginn á mér er þvílíkt til friðs að það er undursamlegt! Og auðvitað er það gott að finna að maður getur hreyft sig oggu hraðar og léttar þó enn séu nú verkir hér og þar ;-). Ég er aðeins farin að hlaupa enda veitir ekki af að auka þolið fyrir þessar fjallgöngur allar sem ég ætla að fara að hefja með vorinu.
En talandi um vorið – ósköp verður nú gott þegar það fer að hlýna á ný, daginn að lengja og hjólið verður ferðamátinn, sólbað í lauginni að laukinni góðri æfingu í kjallaranum og hólarnir hér í nágrenninu fá klapp á kollinn frá mér :-).
Og svo er aðferðarfræðin hér allt um kring, innan um og saman við.