Alla tíð ár og síð

Jæja þá er best að halda sjó og vera bara alltaf glöð og alltaf hress og alltaf bjartsýn – nú eða gera eins og flesti, þegja um hitt og tala bara þegar maður er allt þetta…
Það hefur hins vegar ekki gefist mér sérlega vel í gegnum tíðina.  Það sem þetta blogg hefur fært mér sanninn um er að mér líður allavegana – og stundum alveg að kafna úr alls kyns hyggjum og veseni – en mín stendur upp og dustar af sér slenið og heldur áfram.  Ég á það nefnilega til að gleyma öllu leiðinlegu á milli og verð svo alltaf jafn hissa þegar eitthvað bjátar á.  Mér hefur t.d. aldrei verið illt í hnénu og það er því áreiðanlega að bila forever og ég verð komin í hjólastól innan tíðar – en svo þegar ég skoða til baka þá jafnar slíkt og þvílíkt sig og ég sé jafnvel hvers vegna ;-).

Þetta er búin að vera kröpp byrjun á árinu – ekki vegna verkefnalistans heldur þess hvernig ég er innstillt.  Ég bara einhvern veginn hef mig ekki í neitt – allt virðist vera stórmál og óyfirstíganlegt.  Og eigum við að ræða mataræðið – nei það er ekkert grín að ná sér niður eftir jólin það er ljóst – törnin í náminu fyrir jól hefureinnig sitt að segja.  Og hreyfingu nenni ég bara alls ekki að stunda og tel á köflum að ég geti það bara alls ekki því mér verði svo illt….

En þetta hangir nú inni og þá er bara að laga það sem aflaga fer og hugsa um orð Óla Stef – árangur er það að vakna á hverjum morgni og ætla sér að gera betur, bara þannig næst betri árangur.  Og hann þarf maður jú…  það eru enn 30 kg í lágmarkmsmarkmiðið – sem segir mér nú reyndar að ég sé meira en hálfnuð ….  Það er nú eiginlega frábært – hafði ekki fatta það!  oh yeah

Lýk þessu hér með á þeim jákvæðu nótum.  Held inn í daginn, viss um að ég muni reikna, taka niður seríur, taka til, hengja upp þvott, brjóta saman þvott, lesa smávegis og jafnvel fara og synda pínu lítið – en bara ef ég vil 🙂

p.s:  Björk gaf mér ótrúlega sneðuga jólagjöf – dagatal með skóm!  Skór helgarinnar – eru þessir – með kid heels hannaðir af Delman 1936.  Undursamlegt að draga fram nýjan dag og horfa á dýrðina um leið og maður kyngir aloe vera safanum!

Færðu inn athugasemd