Tími afsakana liðinn

Jæja – það er allt á kafi í handbolta – Ísland að spila í undanúrslitum í dag við Frakka og holy Moly þetta verður spennandi – ja vonandi, vonandi valta ekki Frakkar yfir okkur alveg hreint….  sigh

Ég hef nú lokið þessum svakalega sýklalyfjakúr og hef jafnað mig á ógleðinni – sem hefur það jafnharðann í för með sér að ég get hugsað mér að eta út í eitt og hin ógnarfína þyngd sem ég taldi mig hafa náð í síðustu viku er eiginlega horfin á vit hærri tölu… ferlega fúlt hvernig maður getur látið – en er það nógu fúlt til þess að breyta gömlum vana?  Ég ætla amk að reyna að nýta mér þetta.  Ég hef verið á mörgum stöðum í síðustu viku – heima og lagskona í grímsneskíum sumarbústað og talið mér trú um að ég væri að jafna mig í maganum og ég yrði bara að hafa hægt um mig.  En nú er það komið – og skapið er heldur betra líka svo eftir helgi eru allar afsakanir á bak og burt og hið daglega líf tekur við – en nú um helgina kemur Ragnheiður heim með allt sitt hafurtask – svo ég sit nú með tvo hunda og tvo í viðbót í heimili  – svo rólega heimilishaldið er úti í bíli amk ;-).  Hér er því allt fullt af kössum og dóti og drasli – og ég er að hugsa um að láta mig hverfa á morgun og vinna upp tíma sem ég vann ekki í síðustu viku útaf þessum handbolta – maður er alveg lamaður þessa daga sem leikir eru – og eiginlega daginn áður líka svei mér þá!

Þessa helgina ætla ég að reyna að halda verulega í við mig í mat og svo er það vinnurammi, hreyfing og ordinary life eftir helgina – og hana nú…

Ógleði og kvíði

Úff ég er svo stressuð útaf þessum leik í dag – ísl – dan að meira að segja strútssyndrómið dugir ekki til…  Ó mig auma! 

Ég er gjörsamlega að kafna úr ógleði vegna þessara lyfja sem ég er að taka – jukk og ég er meira að segja lystarlaus sem gerist ALDREI – reyndar býr með mér sú von að við það að laga það sem að mér er – ef það tekst sem sagt með þessum lyfjum sem er ekki alveg víst – þá hverfi þessi átsþörf sem ég hef verið haldin síðasta árið.  Ástæðan fyrir henni getur legið í magasýrum, þindarsliti og bakteríum og ristlinum og ég veit ekki hvað og hvað – það verður amk spennandi að fylgjast með þessu, svo mikið er víst.

Það er nú annars meiri blíðan – maður bara man ekki hvað vetur er – var samt að heyra að 1918 hafi ballið ekki byrjað fyrr en í febrúar en hélst vel fram á sumarið!  Við sjáum til hvað verður en kannski vorar snemma í okkar kreppusigna landi…

Magaraunir handboltasyrgjarans

Ég fór í magaspeglun á þriðjudaginn – það var nú svei mér ógeðslegt – enda sagði læknirinn að það gæti aldrei verið annað í mínu tilfelli þar sem ég væri svo þindarslitin.  Þá væru kokviðbrögðin miklu meiri og ekki bætti úr skák að ég hefði þurft að fá minnst helmingi meira af þessu kæruleysislyfi en ég fékk því það virkaði nú ekki rassgat í bala!  En hið góða er að ég fann ekkert til í hálsinum á eftir og það bætti nú úr skák.  Ekkert aum eða slíkt.

En ég átti gott spjall við meltingalækninn og þá kom nú eitt og annað upp á yfirborðið sem að mér er í maganum – sumt er hægt að gera eitthvað við og annað þarf ég bara að eiga við sjálf eins og ég er að reyna með mataræði og slíku. 

Ég er að eta lyf fyrir heila fúlgu við bakteríum í maganum sem kannski virka á þær og sem kannski virka líka á lætin í minni sérkennilegu meltingu – hver veit.  Tilraunarinnar virði.  Af þessum ósköpum öllum svimmar mig svo og sundlar að ég er gjörsamlega ófær um að hreyfa mig nema nokkur skref í einu og mjög hægt – líklega kemur þetta ofan í eitthvert slen sem hefur herjað á heimilisfólkið hér þessa viku – Palli var slappur í upphafi vikunnar og ég svo í gær – sama dag og ég byrjaði að taka þessar pillur allar saman.   Sama dag og Íslendingar gerðu jafntefli við Austurríki – mein gott!  Ekki orð um það meira.

Ég er sem sagt búin að vera heima í gær og í dag heldur framlág og ekki til nokkurs.  Held það sé vænlegast að bíða þetta af sér og gleðjast svo bara óumræðilega þegar maður hressist.

Það er frábært veður út, sólin skín og það er hlýtt – það væri hægt að hjóla í dag ójá.  Bráðum kemur vorið og þá hefst gönguþjálfun, fjallasprang og hjólaferðir um Votmúlann og kannski bara upp á Borg – hver veit?

Ísland Serbía jafnt

Það er í sjálfu sér nógu pirrandi – en við það bætist að ég er eitthvað svo ótrúlega leið.  Neikvæð og fúl.  Óánægð með allt.  Finnst fátt sérlega skemmtilegt….  Og veit EKKERT hvað ég vil!

Ég er löt
Nenni ekki að vera löt
hef ekki þreki í að vera neitt annað.

Fór í magaspeglun í dag – sem var mjög óþægilegt – bjargaði því bara hvað þessi læknir var mikil dúlla… ja eða amk notalegur! 

Ég er náttúrulega með þindarslit dauðans  – sem er ekki sérlega óvænt því allir feitir eru með þindarslit ja amk flestir.   Ég er með magasársbakteríu sem þarf að drepa og hef líklega fengið magasár hér um árið.  Er með ristilkrampa dauðans sem er ekkert hægt að gera við nema það sem ég er að gera.  Og reyna að eta trefjaduft eitthvað.  Nú svo er ég með myljandi magabolgur og magakrampa maga.  Ja ja – hefði svo sem getað verið með magaskár og allt það svo þetta gæti alveg verið verra.  Það er sem sagt myljandi ástæða og ástæður reyndar fyrir magakveisum mínum.  Allt blandast þetta saman í fínan kokteil sem heldur mér við efnið.

Og ég veit ekki hvort ég eigi að vera í námi eða ekki – get næstum eins verið það því ég nenni engu öðru …

Eina sem ég veit að þunglyndið rjátlast af mér eftir því sem líður nær voru.  Það er alveg víst.

Ég held ég verði að taka mér tak.

En nenni því ekki…

Lokaútgáfa hreyfi og léttingsmarkmiða til vors koma svo

Ég bæði get og vil 😉

Janúar og febrúar – (lágstemmt þar sem konan er ekki upp á sitt besta þá mánuði). Áherslan á hóflega hreyfing og mataræði.
Morgunblað ekki sjaldnar en fjórum sinnum í viku – helst alltaf (6x). 15 mín lágmark – lengri hringurinn er 25 mín og skal tekinn þegar andinn blæs því þannig.

Mánudagur – Salurinn og brennsla í 25 – 40 mín

Þriðjudagur –
Miðvikudagur – Salurinn og brennsla 25 mín
Fimmtudagur – Blak 90 mín
Föstudagur –
Laugardagur – Salurinn og brennsla 25 – 40 mín
Sunnudagur til vara.

Þriðjudaga og föstudaga má fara í sund og synda smá vegis, nú eða bara í pottinn í liðkun. Reynslan er að ef komið er ofan í pott er stutt ofan í sundlaugina og nokkrir metrar í sundi saka aldrei.

Hjólið er stand by og ganga er líka leyfileg sem viðbót – engin pressa samt svo mótþróaþrjóskuröskunin fari nú ekki á flug og drungin, vonleysið og hörmungarhyggjan nái nú ekki neinum hæðum.

Mars –

Massíf gönguþjálfun því 8. apríl eru mælingar á Reykjalundi og ég SKAL koma ógó vel út.

Meiri ákefð í salnum og brennslutíminn lengdur í 40 mín alltaf – (skipt í tvennt).
Meira sund og hjólreiðar því það er sko verið að æfa til að verja sjálfsvirðinguna
Búið er að skipuleggja nokkrar gönguferðir, 60 – 3 klst langar í misjöfnu undirlagi. Á móti verður minna brennt í tækjum en létt sund kemur á móti.

Apríl – eins og mars
Maí – litið til fjalla og brennslan færð út. Sund, ganga, hjólreiðar en lyft með.
Vigtun hjá Baldri
Lok janúar –
Lok feb –
Lok mars –

Vera þá orðin  2 kg léttari en þegar ég fór frá Reykjalundi,

bónus væri nýr tugur.

Drög að iðjuþjálfunarstundaskrá :-)

Allt skal gert til þess að hanga inni alla daga í mogganum!

Mánudagur – vinna, elda, stór æfing í rækt – borða.
Þriðjudagur – hlusta á fyrirlestur í aðferðarfræði – ef ég fer í hana þeas  – heim 15:30.  Engin hreyfing nema moggi.
Miðvikudagur – vinna, elda, ræktin eða sund – léttur sprettur.
Fimmtudagur – vinna – blak – hvíld og enginn skyndimatur er heim er komið!
Föstudagur – vinna, nett tiltekt og hugað að kvöldmat.  Léttur sprettur í laug eða brennslu
Laugardagur – nám, stór æfing – hreyfing um 16:00
Sunnudagur – tómstundir – nám

Lágmark – ganga með mbl 4 sinnum, rækt 2 sinnum og blak.

Alla tíð ár og síð

Jæja þá er best að halda sjó og vera bara alltaf glöð og alltaf hress og alltaf bjartsýn – nú eða gera eins og flesti, þegja um hitt og tala bara þegar maður er allt þetta…
Það hefur hins vegar ekki gefist mér sérlega vel í gegnum tíðina.  Það sem þetta blogg hefur fært mér sanninn um er að mér líður allavegana – og stundum alveg að kafna úr alls kyns hyggjum og veseni – en mín stendur upp og dustar af sér slenið og heldur áfram.  Ég á það nefnilega til að gleyma öllu leiðinlegu á milli og verð svo alltaf jafn hissa þegar eitthvað bjátar á.  Mér hefur t.d. aldrei verið illt í hnénu og það er því áreiðanlega að bila forever og ég verð komin í hjólastól innan tíðar – en svo þegar ég skoða til baka þá jafnar slíkt og þvílíkt sig og ég sé jafnvel hvers vegna ;-).

Þetta er búin að vera kröpp byrjun á árinu – ekki vegna verkefnalistans heldur þess hvernig ég er innstillt.  Ég bara einhvern veginn hef mig ekki í neitt – allt virðist vera stórmál og óyfirstíganlegt.  Og eigum við að ræða mataræðið – nei það er ekkert grín að ná sér niður eftir jólin það er ljóst – törnin í náminu fyrir jól hefureinnig sitt að segja.  Og hreyfingu nenni ég bara alls ekki að stunda og tel á köflum að ég geti það bara alls ekki því mér verði svo illt….

En þetta hangir nú inni og þá er bara að laga það sem aflaga fer og hugsa um orð Óla Stef – árangur er það að vakna á hverjum morgni og ætla sér að gera betur, bara þannig næst betri árangur.  Og hann þarf maður jú…  það eru enn 30 kg í lágmarkmsmarkmiðið – sem segir mér nú reyndar að ég sé meira en hálfnuð ….  Það er nú eiginlega frábært – hafði ekki fatta það!  oh yeah

Lýk þessu hér með á þeim jákvæðu nótum.  Held inn í daginn, viss um að ég muni reikna, taka niður seríur, taka til, hengja upp þvott, brjóta saman þvott, lesa smávegis og jafnvel fara og synda pínu lítið – en bara ef ég vil 🙂

p.s:  Björk gaf mér ótrúlega sneðuga jólagjöf – dagatal með skóm!  Skór helgarinnar – eru þessir – með kid heels hannaðir af Delman 1936.  Undursamlegt að draga fram nýjan dag og horfa á dýrðina um leið og maður kyngir aloe vera safanum!

Dj… nú er ég komin á bömmer

Það hlaut að koma að því!  Ætli maðu rleggist ekki í algjört skammtdegisþunglyndi hægri vinstri – sigh – Áramótabömmer er sá versti það er sko klárt!  Úff…

Ekki tilbúin að vinna
Ekki tilbúin að hreyfa mig
Ekki tilbúin að hætta að éta
Ekki tilbúin að hætta tímabundið í náminu…
Svei mér þá ég er ekki tilbúin í neitt…
og alls ekki tilbúin í að taka til í kommóðum og slíku…

Ég verð að herða mig og fara að gera eitthvað annað en Café World og éta…

Christ – en ég fór nú í ræktina í gær og fyrradag – og í göngu á nýársdag og í sund á gamlárs…  Sigh

Alveg að klepera á sjálfri mér!

Hvernig gekk 2009?

Það er skrítið með þessi ár og áramót.  Ég hef aldrei fundið fyrir því að þau séu eitthvað mál eða tilfinningaþrungin eins og margur segist finna fyrir – þar til fyrir 3 árum eða svo!  En þá líka varð fjandinn laus!  Ég er á algjörum bömmer í aðdraganda áramóta og get mig varla hreyft fyrir kvíða og vandræðum.  Og í ár var engin undantekning.  Maður er orðin hundgamall og eldist hraaaatt.  Maður gerir ekkert og svo framvegis og svo framvegis.  Gott sem komin á grafarbakkann og ef ekki – þá ætti maður bara að koma sér þangað og tylla sér.  Í fyrra var ég alveg ferleg til dæmis.  En í ár er ég heldur skárri. 

Fyrir ári síðan gekk mikið á hjá mér að koma mér á Reykjalund – fara í þrekpróf sem ég fór svo illa út úr að ég var send í hjartaómskoðun hið snarasta, sem svo aftur sýndi að mínar æðar eru eins og í ungabarni.  Þá.  En sem sagt þá var ég ekki að skrifa niður ný markmið – hefur fundist þau of augljós til að festa á blað.  En  þau voru þarna nú samt.  Ég ætlaði að nýta mér Reykjalundardvölina til hinis ítrasta og koma peningamálunum í einhvern farveg.  Ég hef reyndar hvort tveggja gert en verkefnin náttúrulega þess eðlis að ekki veitir af að halda þeim áfram – endalaust.  Fljótlega eftir áramótin fór Baldur að tala um að fara upp á Ingólfsfjall um sumarið og einhvern veginn ágerðist það og markmiðið í hreyfingunni þróaðist því yfir í göngumarkmið – styrkja konuna til þess arna.  Annað lykilatriði var iðjuþjálfunaratriði – skipuleggja tímann, nýta hann og muna að gera eitthvað annað en vinna!

Í upphafi árs var ég ógöngufær – komst varla á milli æfingastaða á Reykjalundi – hvað þá húsa.  En ég lagaðist mikið þar og hélt áfram að lagast með stakkaskiptum um vorið þegar hitakremið góða frá Forever kom til sögunnar en ég vil meina að það bjargi mér frá eilífum vítislögum beinhimnubólgunnar.  Ég tók massa á hreyfingu í vor, lagðist svo í nám, kvefpest mikla og magapínu dauðans um sumarið og fram á haust.  Gekk samt og gekk og náði fínum árangri þar.  Ég gerði svo enn betur á Reykjalundi en frá nóvember hefur hreyfingin lítið verið inni – bara lágmarkshreyfing og ekki sérlega skipulögð og það segir minn sjúkraþjálfari að teljist ekki með!  En Mogginn er alltaf inni. 

Markmið ársins 2009 var því að hreyfa sig upp í móti og helst mikið og léttast meira en 2008 sem var ekkert – gekk eftir.  Gekk mikið, léttist um 12 kg eða svo.  Í ár ætla ég því að halda áfram á sömu braut en hafa kílóin fá í léttingsmarkmiðunum og ná þeim og halda – vera raunsæ – Reykjalundur á stóran þátt í því að ég léttist þó þessi 12 kg – ég bara get ekki lést mjög hratt.  Hálft kg á mánuði þetta árið verður því að duga – 12 væri frábært en lágmarkið eru þessi 6 kíló.  En hreyfingin verður að ganga betur og nám og vinna má ekki gleyma mig enn á ný.