Inga veit sínu viti

Jæja nú er kominn listi yfir það sem þarf að gera og gott ef það eru ekki tilteknir útgjaldaliðir líka svo maður standi nú ekki uppi alveg krunk :-).  Fyrsta verk var að fara með blöðin – það er búið – svo var að keyra Pál í vinnuna – það er búið.  Svo var að fara í sund og fara í pottinn og nudda mjaðmir(engin krafa um sund því þá fæ ég mótþróaþrjóskuröskunarkast).  Það er búið og ég syndi 700 metra.  GOTT MÁL INGVELDUR

Þá er að stússast smá í leyndarmálum og fara svo eina ferð í búð og pósthús.  Vona að póstur norður á Húsavík sé ekki of seint á ferðinni.

Færðu inn athugasemd