Jæja þá er skólinn búinn og einkunn komin úr kenningaverkefninu. Ekki sú sem ég hefði kosið en ásættanleg í sjálfu sér. Fegin að þetta er búið. Ég hef gert margt nú í desember og mikið stússast, verið nokkuð góð nema hvað ég hef fundið mikið til í mjöðmunum. Einhver lítill vöðvi þar utan á sem er alveg helaumur. Enda mikið setið. Á morgun ætla ég að hefja hreyfingu eftir áætlun en ekki geðþótta. Best væri líklega að fara í sund fljótlega eftir gönguna með blöðin. Ljúka því af.
Ég er búin að gera jólakortin og þau farin í póstkassann – það er nú svei mér snemmt….
Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur eru klárlega til stefnu. Best að nýta tímann vel því margt er eftir að gera og margt sem löngunin stendur til.
En upp upp og nú er að taka til í vinnuherberginu en þar kemst eiginlega enginn inn ;-).