Jæja margt hefur nú á daga mína drifið síðan ég skrifaði hér eitthvað af viti. Fyrst og fremst hef ég verið að sinna vinnunni minni, náminu mínu, hreyfingunni og mataræðinu. Sumt af þessu hefur gengið afbragðs vel annað heldur síður en ekkert af þessu afleitlega sem ég er viss um að iðjuþjálfinn minn á Reykjalundi yrði nú ekki alveg ómöguleg að heyra ;-).
Ég hef komist að því að ég er með mjólkuróþol hvort sem það varir lengi enn, eða rjátlast af mér með auknum bata veit ég ekki – skiptir mig ekki máli í augnablikinu því þessi uppgötvun mín hefur fært mér svo miklu betri líðan. Og nú skal skrifað um þetta ferli svo ég gleymi því ekki – því sem kunnugt er þá er þetta blogg mitt fyrst og fremst vörður á ferð minni um lífið-ég get flett upp – lært af því sem liðið er og myndað mér heldur heilbrigðara viðhorf heldur en bara muna aldrei neitt og halda að ég hafi aldrei lent í neinu né gert nokkurn skapaðan hlut. Hér má lesa um þetta fyrirbæri sem er algengara en margur heldur og ágerist með aldrinum – tala nú ekki um ef maður tæki upp á því að skipta um kynþátt.
En sem sagt mjólkuróþol Ingveldar og áhrifin sem ég tel að uppgötvun þess hafi haft.
Alla tíð hefur mér mislíkað við mjólkurvörur – sem barn vildi ég aldrei skyr og þótti súrmjólk vond – gat svælt þessu í mig með ávöxtum og púðursykri en klígjaði alltaf óskaplega og drakk t.d. ekki mikla mjólk. Sem unglingur var ég svakalega slæm í ristlingum og alveg fram undir þrítugt þegar hann róaðist aðeins en aftur fór að versna í því undir fertugt þegar ég fór að fá mikinn brjóstsviða og slíkt – en það tengdist vísast þyngdi minni en sem sagt alltaf verið mjög viðkvæm í maga (fékk fyrst lyf við magabólgum 9 ára eftir rannsókn á Reykjalundi).
Með árunum borðaði ég svo minna og minna af henni – hefur heldur aldrei þótt t.d. ís neitt sérstaklega góður þó það megi nú svæla honum í sig ;-). Eftir að lífsstílsbreytingin tókst á flug og mataræðið var tekið föstum tökum hefur neysla mjólkurvara aukist gríðarlega hjá mér enda góð prótein – endist vel og lítið af hitaeiningum ef maður kann að lesa innihaldslýsingar á slíkum vörum – já eða sér þær ;-). Skyr hefur síðan æ meira verið að koma inn með svo ákveðnu hámarki síðasta vetur og á Reykjalundi var t.d. alltaf ein máltíðin skyr – þe kvöldmaturinn.
Mér fór svo alltaf að líða verr og verr í maganum er leið á vorið í fyrra og þoldi illa allan mat einhvern veginn en var samt allt af svöng og eftir kvefið mikla í vor, álag í skólanum og náminu þá bara hrundi maginn gjörsamlega og ég leið vítiskvalir með niðurgangi, krömpum, uppköstum og ég veit ekki hverju og hverju hér langt fram á sumar. Þá fékk ég einhver ristilkrampalyf og fór að fara í útilegur – gat aldrei verið mjög langt undan salerni og eyddi þar oft drjúgum tíma en var samt skárri svona um miðbikið. Ég fór síðan á Reykjalund aftur og varð þá vör við þessa vanlíðan í maga – ég var greind þar með magabólgur því þessi sífellda svengd sem ég fann fyrir í sumar er eitt af einkennum þeirra. Ég fékk lyf við þeim og ekki leið langur tími þar hungurtilfinningin hvarf en mér var alltaf jafn illt í maganum og fékk svo þessi svaka köst inn á milli þar sem ég hélt bara að ég myndi deyja ég fann svo til. Og ég ætla nú ekki að tala um niðurganginn og nauðsyn þess að vera alltaf nálægt salerni. En ekki léttist mín nú neitt að ráði þó svona væri fyrir henni komið.
Á þessum tíma borðaði ég alltaf skyr aðra máltíðina – eða sem mest, líka eftir að ég kom frá Reykjalundi í haust, í hádeginu í skólanum og svo undanrennu á morgnana á hafragrautinn eða seríosið – svolítinn ost borðaði ég líka og létt og laggott við og við.
Síðustu árin hef ég verið kvefsækin og alltaf verið með slím í öndunarveginum sem er sérlega áberandi t.d. þegar ég syndi, vakna á morgnana og astmi hefur gert vart við sig.
En góðu fréttirnar voru þær að ég var bara nokkuð góð í löppunum og fór því að myndast við að hreyfa fæturnar hraðar en áður í moggaburðinum og jafnvel skokka smávegis. En það hafði ferleg áhrif á magann og ég mátti oft og iðurlega prísa mig sæla að ná hreinlega heim því það hljóp svo svakalega á mig.
Ég mundi eftir því að Björk hafði sagt mér að algengt væri þegar fólk yki hreyfingu þá gerði vart við sig svokölluð runners diarrhea – og þó ég teldi mig nú ekki vera að auka við hreyfingu eða slíkt þá vissulega tók það svolítið á að hlaupa þarna á milli staura og ég ákvað að lesa mér aðeins til um þetta og rifja upp það sem hún sagði mér hér um árið – því þegar ég byrjaði ,,eitthvað í salnum hérna“ þá var mér gríðarlega illt í maganum eftir æfingar.
Og þar sem ég vitjaði googla gamla um þennan niðurgang sá ég að talað um mjólkuróþol og viti menn…
Heldur betur pössuðu einkennin við mína. Ég snarhætti því að eta allar mjókurvörur nema undanrennuna á morgnana, létt og laggottið og gouda ostinn. Því það var nú svo sem ekki neitt. Enda trúði ég því nú ekki að ég væri með myljandi óþol heldur bara svona smá….
Og jú víst lagaðist ég til mikilla muna…. kramparnir sem ég var búin að fá alls konar lyf við minnkuðu en mér var enn svolítið illt í maganaum og tók eina og eina rispu….
Svo einn morguninn eftir að hafa fengið kast þá bara sá ég að ég gæti þetta ekki lengur – verið í vinnu, námi og hvað þetta allt saman er sem ég geri og vera alltaf svona svakalega illt því mér fannst mér jafnvel vera að versna. Ég ákvað því bara í eymd minni og volæði að hætt að ´borða ,,mat“ og fá mér bara eitthvað fæðubótarefni í staðinn.
Ég fékk mér því herbalife á morgnana með aloe vera drykk fyrst frá herba og svo núna frá Forever og viti menn – mínn bara snarlagaðist og fékk allt aðra tilfninningu í magann og sá þá að ég hef í raun verið að drepast í maganum árum saman – aldrei verið góð alltaf átt von á ristilkrömpum og magaverkjum. Orðið illt af þessu og hinu án þess beinlínis að fatta það. Svengdartilfnningin sem var farin að gera vart við sig aftur er gjörsamlega farin (þakka það nú herbalife teinu líka sem virkar svakalega vel á mig) og ég magaverkurinn snarminnkar…
Nema þar sem ég fékk mér brauð (án mjólkur) í hádeginu fór ég að taka eftir því að mér varð ekki rétt gott af því – enda létt og laggott á því og smá ostur…. og þá fannst mér nú eins og ég væri orðin full smásmuguleg – þetta gæti ekki verið svona slæmt…. en jú þannig er það. Ég þoli bara ekkert mjólkurkyns – verð bara ógeðslega illt af því.
Kannski lagast það svo einhvern tímann – oft rjátlast þetta af fólki nefnilega. Það kemur þá bara í ljós.
Ég hef sem sagt fengið mér herbalife shake með banana og soyamjólk í 2 vikur að verða og ég er svona að smá tína út annað sem í gæti verið mjólk.
Ég fæ enn í magann – er t.d. illt í honum núna og þarf að hugsa hvern fjandann ég borðaði í gær sem gæti valdið því – ég er nefnilega ekki alveg viss um að mér verði t.d. rétt gott af hráu grænmeti meðan ég er svona viðkæm en við skulum nú sjá til hvert þetta leiðir mig.
Næsta update verður um herbalife og hvernig fyrstu dagarnir hafa virkað á mig því mig langar að eiga þá sögu svo ég geti mælt mig við eitthvað.
Já og þess má geta að vigtin er á niðurleið. Enda var ekki mikið borðað á tímabili – of lítið en hún sveiflast enn óvanalega mikið – eins og hún fór að taka upp á í sumar – þegar ójafnvægið var sem mest.
Nú ætla ég bara að fara 2 í mánuði á hana og láta hana bara eiga sig – gera bara allt sem í mínu valdi stendur til þess að standa mig í öllu því sem þar og ég nefndi hér að ofan – hreyfingu, mataræði, vinnu og námi.
Til þess þarf fulla heilsu.