Sunnudagur og tvær seríur

Ah ég var í brúðkaupsveislu, og 50+50 afmæli hjá Ása og Jónu og það voru nú meiri fínheitin, mikið notalegt og gaman.  Enda mesta heiðursfólk – gjörsamlega gegnheilt…  Jamm eitthvað til að líkjast

Ég er búin að setja upp tvær seríur sem er mjög skemmtilegt því það er svona hvíldarverkefnið – þegar ég er búin að læra svolítið stend ég upp og set seríu í einn glugga og svo fer ég aftur að læra og svo koll af kolli – eða þannig á það að minnsta kosti að virka…

Ég er mest í því að gaufa… að vísu er ég búin að búa til alls konar hugarkort af því sem gæti gerst á Þingvöllum og í aðdraganda – og kjölfar ferðar þangað… búin að kortleggja og kortleggja og kortlegga…

Og nú er ég að hugsa um fræðilega kaflann – hvernig þetta eigi allt saman að líta út – en ég ætti ekki að gera það því ég þarf bara að hringja í kennarann og spyrja hann út í þetta – því ég finn ekkert um svona verklega á vefnum.  Ég get gert alls konar verkefni – alls konar lista og dóterí án þess að hafa þær upplýsingar.  Þetta er voða skemmtilegt – þarf bara að komast svolítið á skrið… jólin eru oggu pínu pons að trufla mig…

Og svo er ég að hafa pínu smá oggu pons áhyggjur af hinu verkefninu en annars er ég að mestu hætt því….  Við Áslaug hittumst í dag og vinnum það – það verður nú mjög gaman :-). 

Mér er mjög illt í  mjöðmunum og sef illa vegna þeirra – vöðvafestingarnar eru eitthvað að hrekkja mig alveg drep vont á köflum – það er eitthvað að gerast þar – ég er ekki óvön því að vera illt og hér og þar í þessari bráðum fjögurra ára vegferð minni (hmmm 10 kg á ári er það ekki ferlega lítið….) – kroppurinn minn litli er svolítið viðkvæmur á stundum og maður lærir bara að það er allt í lagi….

En gaman að segja frá því að fólk mátti vart mæla þar sem því fannst ég hafa minnkað umtalsvert – já væri bara að hverfa sögðu margir – en vigtin er nú leiðinleg við mig og mér líst ekki alveg á að ég verði orðin fis þann 1. des eins og ég ætlaði mér – en það verður bara að hafa það – ég er á réttri leið og í mínu tilfelli er ferðahraðinn bara svona svakalega hægur 🙂

Færðu inn athugasemd