Mjaðmatitringur

Ég fór til sjúkra í dag og fékk í annað sinn mjaðmatitring mikinn – það var ekki nærri eins vont og í síðustu viku en áhrifin af þeirri píningu gætti lengi fram eftir þessari viku – svínvirkaði sem sagt og ég vona svo sannarlega að ég geti bara heilmikið lagast við þetta í mínum aumu mjöðmum – það væri nú meiri sælan….

Annars er ég ekki alveg að hitta á hið eina rétta þessa viku – er alveg rosalega þreytt. Kem mér ekki alveg í að gera það sem ég á að gera en á móti kemur að ég hef aðeins verið að paufast hér heima við að ýta drasli yfir á nýja staði – það kallast stundum að taka til en ég svona held það sé of fínt orð fyrir athöfnina.

Hreyfing hefur verið í lágmarki en ég labba þó alltaf 25-30 mín á hverjum morgni með blöðin því við Palli förum orðið sameiginlega í öll hverfin. Ég fór svo sem ekki oft í hreyfingu aðra – blak, og svo einu sinni í sund… en gangan sem sagt bjargar mér ;-).

Ég fór í skólann eftir hádegi á mánudag, var á þriðjudaginn og svo fór ég á kertanámskeið á Sólheimum á vegum kvenfélagsins, á miðvikudag held ég bara svei mér þá að ég hafi ekki verið til stórræðanna… færði til svolítið dót ;-). Á fimmtudag var vinna og blak og í dag var same old same old – en um helgina er það afmæli og læri læri læri – gera námsefnispakka um vettvangsferð á Þingvelli 🙂

Færðu inn athugasemd