Lognmollan er í kolli mínum, rokið úti. Þetta veit ég því ég þarf að lifa í þessari lognmollu og hjólaði í rokinu! Ég sem sagt ætlaði í sund og pottinn klukkan fjögur en námsfundur klukkan fimm stoppaði mig í því – ákvað því að gera bara ekki neitt því það er jú svo mikið að gera við að læra – og berjast við lognmolluna….
Nú þar sem ég sat yfirkomin af einhverri vanlíðan í maganum (er búið að vera illt í honum síðan á föstudag – svona bara smá ekki hryllings eins og í sumar og haust), ofáti óhollustu og alls þess sem getur hrjáð vesenisfræðing dauðans, stóð ég upp úr drullupollinum, setti á mig hanska og hjálm, um leið og hurðin lagðist að stöfum benti Páll mér á að það væri rok út… ah já það er nú svo lygnt hér á Selfossi hugsaði sú stutta og lagði í hann.
Ég lenti sem sagt í stormi – og það var ekki nemahæfilega hressandi – en ég er öll að hressast núna eftir að ég kom heim, einhverjum hitaeiningum fátækari og vissulega vindblásnari en held ég alveg jafn lygn….
En nú ætla é gað halda áfram með Basil Bernstein.