Góður sunnudagur

Mikið sem ég kann að meta helgar.  Helgar eru yndislegar.  Líka þegar maður lærir og lærir og lærir og lærir út í eitt.  Það er svo gott að hafa tímann til þess.  Þessa helgina er ég að gera ritdóm – nokkuð sem ég átti að vera búin að gera fyrir margt löngu, en vegna þess hve heilinn á mér er takmarkaður get ég ekki hugsað um nema eitt viðfangsefni í einu.  Ég gæti ekki fjallað um lýðræði og réttlæti og skólakerfið okkar íslenska með félagsfræðilegu ívafi um leið og ég læsi miðaldasögu Íslands og íhugaði gátlista um gæði þess námsefnis….  Bara get það ekki.
Það er enn einhver kvefskítur í mér.  Eyrnabólga jafnvel…  Hálsbólga klárlega.  Ég tók því upp á því að eta parabolistöflur sem mér áskotnuðust eftir leiðum sem ég kæri mig ekki um að fara út í hér ;-).  Ég hafði heyrt að maður gæti etið nokkrar slíkar á 60 ´- 90 mín millibili og yrði þá sem nýr – ég gerði þetta í gær og viti  menn eftir 3 töflur fann ég ekki fyrir kvefeinkennum – en í morgun vissi ég svolítið af þeim svo nú er ég farin að eta aftur – reyndar er ég verri að morgni en seinnipart – nema á fimmtudaginn þegar ég var heim þá var ég bara lasin allan daginn…   En það er nú svo sem ekki til neins að skrifa um þetta – nema þá kannski til þess að muna að maður drepst ekki þó maður finni svolítið til ;-).
Annars er ég ekkert svo hrifin af þessari bók… þó hún líti vel út – Sögueyjan… í sjálfu sér gott að vera búin að fá námsefni á miðstig og unglingastig um íslenska sögu en samt…  eitthvað sem truflar mig.  Skoða það betur í dag.  Um að gera að líta hlutlaust á málin og taka ekki allt svona óskaplega persónulega ekki heldur bók um Íslandssögu ;-).
Þetta hefur annars verið arfaslök vika í hreyfingu en þess meira lært – reyndar lært rosalega.  Lappirnar á mér eftir því – þær vilja fara að komast í smá erfiði og í pottinn takk :-).  Ég læt það kannski eftir þeim í dag en það er miiiiikið að gera – svo reikna ég ekki endilega með því að fara í nám eftir áramótin svo þá verður allt rólegra.  Það veltur á því hvort ég fái námsleyfið sem ég sótti um – og þó allar líkur bendi til að ég fái þa ðekki svona í fyrsta þá ætla ég ekki að gefa það frá mér.  Ef ég fæ leyfið þá verð ég að taka aðferðarfræðina eftir áramótin svo ég geti farið í mastersnámið næsta vetur.  En ef ekki þá fer ég í aðferðafræðina næsta haust og undirbý svo mastersverefnið þar á aftir.  Jamm það er svona planið en fyrst af öllu er að lifa þessa tvo áfanga af og senda inn þau verkefni sem þar eiga að lenda. 
Og hlusta svolítið á jólalög á meðan.  Híhíhí

Færðu inn athugasemd