1113 póstar er ég í lagi .-)

Og allt eitthvað bullum sull úr hvunndagnum – það er ekki eins og ég sé að breyta heiminum… Einhver sagði nú samt að maður skyldi byrja á því að breyta sjálfum sér, þá kæmi hitt svona meira af sjálfu sér ;-).


En ég er heima hálflasin – ekki alveg, kannski bara uppgefin eftir námsmat, nám og vinnu.  Ég ætla amk ekki að vera veik á morgun ónei það er alveg klárt….


Var alveg að reyna að vera ekki lasin í morgun og hef svona jafnt og þétt eftir hádegið (en ég svaf sko þangað til svona með hléum) verið að gá hvort ég sé ekki bara með skrópusýkinga en svo sé ég að ég er óttalega lasin og er þess fullviss þegar ég man eftir blakinu sem mér finnst skemmtilegast í heimi og verst af öllu að missa af…


En ég lærði heilmikið í gær og lagði lökahöndina á ýmislegt núna áðan sem var gott því ég var að geðbilast yfir þessar garnhrúgu sem var utan um mig alla, nú held ég þó bara á nokkrum lausum endum – að vísu svoldið mörgum en samt… ekki flækja…


Ég hef ekki hreyft mig mikið þessa viku – hef bara lært út í eitt einhvern veginn og já verið hálf slöpp ég hef líka borðað aðeins of mörg stig þrátt fyrir herbalife lífið mitt – ég hef svona bætt mér upp stigin í formi einhvers óþverra en það fylgir miklu álagi að maturinn er ekki í lagi – að vísu er maturinn í lagi hjá mér – bara hitt sem lendir upp í mér er það ekki ;-).


En því er nú auðvelt að breyta – geri það bara.  Þetta er endalaust limbo maður.  Veit ekki með vigtina – hún er á sunnudag – eða þriðjudag svona eftir því hvernig ég hef staðið mig ;-).  Vona það besta en reyni að geðbilast ekki – mjólkuróþolsfattið dugir náttúrulega ekki ef maður étur bara alls konar hlaup og popp og buglis við og við – það þarf að takmarka við einn dag en ekki hafa það marga daga í gangi ;-).


En ég get þá verið þakklát fyrir að það hefði farið verr fyrir mér ef ég hefði ekki aðhaldið af herbalifinu – en það gengur mjög vel á því – bara vesen með að fá sér eitthvað klukkan 15 því þegar ég kem heim um 17 eða 18 þá er ég geggjað svöng.  Þarf að hafa ávexti  niðri hjá mér í skál – því oft nenni ég ekki upp – er svo mikið að vinna í kapp við tímann. 


Já já þetta er allt að koma – amk er líðanin öll önnur og maginn ekki með nándar nærri mikið uppsteit og áður!


Svo er að koma helgi og ég skrifa eins og 1 ritdóm þá, undirbý kennsluna fyrir þá daga sem ég er í burtu í staðlotu í næstu viku, og já vinn svolítið í kenningaverkefninu en þær eru kannski orðnar svona eins og 40 stundirnar sem ég hef unnið bara í því og það er varla komið á koppinn!

Skór dagsins frá Just the Right Shoe er Galaxy – svona sirka þar sem ég er í rannsóknaraðferðum

Færðu inn athugasemd