Beinhimnubólga

Ég hef verið alveg að drepast úr beinhimnubólgu árum saman en í vor fann ég krem og aðferð sem er engu lík og kannski getið þið nýtt ykkur það  – því beinhimnubólga er ógeð.  Margir sem eru of þungir eru með beinhimnubólgu -og þá er erfitt að hvíla eins og íþróttmenn geta gera til þess að minnka álagið.


En ef þið eruð með þennan fjanda er  hægt að nudda á sér sköflunginn og vöðvana hiður með honum sitthvoru megin eins fast og þið þolið – næstum svo fast að þið fáið marbletti – kannski þarf annar að nudda ef þið þolið ekki við ;-).  Notið krem frá Forever sem heitir Heat og er hitakrem unnið úr Aloe vera – og ég hef prófið þau ýmis kremin til að laga þetta en vamm – þetta er engu líkt ef maður nuddar sig kvölds og morgna ef maður er slæmur.  Og ég er bara bókstaflega göngufær ef ég nota þetta krem…  og finn strax mun ef ég hætti því.  Ég nuddaði í vetur með alls konar olíum og kremum það hjálpaði en umskiptin urðu við þetta krem. Ég fór í nudd og nálar og ég veit ekki hvað!


Þið megið hafa samband ef þið viljið svona fínt krem – ég gerðist söluaðili að þessu Forever dæmi til þess að fá það á góðu verði og hef svo komist að því að í þeirri línu er margt fleira sem hjálpar! 


Þetta er sem sagt sölutrikk hjá mér – híhí – en í alvöru – þetta er engu líkt og þegar maður fær lausn á áralöngum píningum þá langar mann að segja frá!

Færðu inn athugasemd