Sunnudagur og tvær seríur

Ah ég var í brúðkaupsveislu, og 50+50 afmæli hjá Ása og Jónu og það voru nú meiri fínheitin, mikið notalegt og gaman.  Enda mesta heiðursfólk – gjörsamlega gegnheilt…  Jamm eitthvað til að líkjast

Ég er búin að setja upp tvær seríur sem er mjög skemmtilegt því það er svona hvíldarverkefnið – þegar ég er búin að læra svolítið stend ég upp og set seríu í einn glugga og svo fer ég aftur að læra og svo koll af kolli – eða þannig á það að minnsta kosti að virka…

Ég er mest í því að gaufa… að vísu er ég búin að búa til alls konar hugarkort af því sem gæti gerst á Þingvöllum og í aðdraganda – og kjölfar ferðar þangað… búin að kortleggja og kortleggja og kortlegga…

Og nú er ég að hugsa um fræðilega kaflann – hvernig þetta eigi allt saman að líta út – en ég ætti ekki að gera það því ég þarf bara að hringja í kennarann og spyrja hann út í þetta – því ég finn ekkert um svona verklega á vefnum.  Ég get gert alls konar verkefni – alls konar lista og dóterí án þess að hafa þær upplýsingar.  Þetta er voða skemmtilegt – þarf bara að komast svolítið á skrið… jólin eru oggu pínu pons að trufla mig…

Og svo er ég að hafa pínu smá oggu pons áhyggjur af hinu verkefninu en annars er ég að mestu hætt því….  Við Áslaug hittumst í dag og vinnum það – það verður nú mjög gaman :-). 

Mér er mjög illt í  mjöðmunum og sef illa vegna þeirra – vöðvafestingarnar eru eitthvað að hrekkja mig alveg drep vont á köflum – það er eitthvað að gerast þar – ég er ekki óvön því að vera illt og hér og þar í þessari bráðum fjögurra ára vegferð minni (hmmm 10 kg á ári er það ekki ferlega lítið….) – kroppurinn minn litli er svolítið viðkvæmur á stundum og maður lærir bara að það er allt í lagi….

En gaman að segja frá því að fólk mátti vart mæla þar sem því fannst ég hafa minnkað umtalsvert – já væri bara að hverfa sögðu margir – en vigtin er nú leiðinleg við mig og mér líst ekki alveg á að ég verði orðin fis þann 1. des eins og ég ætlaði mér – en það verður bara að hafa það – ég er á réttri leið og í mínu tilfelli er ferðahraðinn bara svona svakalega hægur 🙂

Laugardagur til læris (náms)

Jæja þá er málgagn Davíðs komið í hús og svolítill eftirlúr að baki sömuleiðis. Námsgögn komin í þokkalega stafla, teið komið í brúsann, jóladiskur á spilaranum og því fátt annað eftir en að byrja…





En það er nú svoldið erfitt …

Ég held ég þurfið að fókusa svolítið – og jafnvel kristna mig í útikennslufræðum en ég er svolítið þreytt á hybinu í kringum þau…

Sigh…

En ég svo sem veit um gildi þess að fara til Þingvalla og læra svolítið 😉

Jamm….

Byrja svo
Koma nú…

…átti ég ekki malt og appelsín einhvers staðar?
…….hmmmm er ekki rétt að kíkja aðeins fram?

Það er sem sagt ekkert eftir annað en að byrja að læra….

Mjaðmatitringur

Ég fór til sjúkra í dag og fékk í annað sinn mjaðmatitring mikinn – það var ekki nærri eins vont og í síðustu viku en áhrifin af þeirri píningu gætti lengi fram eftir þessari viku – svínvirkaði sem sagt og ég vona svo sannarlega að ég geti bara heilmikið lagast við þetta í mínum aumu mjöðmum – það væri nú meiri sælan….

Annars er ég ekki alveg að hitta á hið eina rétta þessa viku – er alveg rosalega þreytt. Kem mér ekki alveg í að gera það sem ég á að gera en á móti kemur að ég hef aðeins verið að paufast hér heima við að ýta drasli yfir á nýja staði – það kallast stundum að taka til en ég svona held það sé of fínt orð fyrir athöfnina.

Hreyfing hefur verið í lágmarki en ég labba þó alltaf 25-30 mín á hverjum morgni með blöðin því við Palli förum orðið sameiginlega í öll hverfin. Ég fór svo sem ekki oft í hreyfingu aðra – blak, og svo einu sinni í sund… en gangan sem sagt bjargar mér ;-).

Ég fór í skólann eftir hádegi á mánudag, var á þriðjudaginn og svo fór ég á kertanámskeið á Sólheimum á vegum kvenfélagsins, á miðvikudag held ég bara svei mér þá að ég hafi ekki verið til stórræðanna… færði til svolítið dót ;-). Á fimmtudag var vinna og blak og í dag var same old same old – en um helgina er það afmæli og læri læri læri – gera námsefnispakka um vettvangsferð á Þingvelli 🙂

Rok og lognmolla

Lognmollan er í kolli mínum, rokið úti.  Þetta veit ég því ég þarf að lifa í þessari lognmollu og hjólaði í rokinu!  Ég sem sagt ætlaði í sund og pottinn klukkan fjögur en námsfundur klukkan fimm stoppaði mig í því – ákvað því að gera bara ekki neitt því það er jú svo mikið að gera við að læra – og berjast við lognmolluna….

Nú þar sem ég sat yfirkomin af einhverri vanlíðan í maganum (er búið að vera illt í honum síðan á föstudag – svona bara smá ekki hryllings eins og í sumar og haust), ofáti óhollustu og alls þess sem getur hrjáð vesenisfræðing dauðans, stóð ég upp úr drullupollinum, setti á mig hanska og hjálm, um leið og hurðin lagðist að stöfum benti Páll mér á að það væri rok út… ah já það er nú svo lygnt hér á Selfossi hugsaði sú stutta og lagði í hann.

Ég lenti sem sagt í stormi – og það var ekki nemahæfilega hressandi – en ég er öll að hressast núna eftir að ég kom heim, einhverjum hitaeiningum fátækari og vissulega vindblásnari en held ég alveg jafn lygn….

En nú ætla é gað halda áfram með Basil Bernstein.

Já grunaði ekki Gvend!

…auðvitað er ég jafn þreytt í dag og í gær!  Langar sko ekki í hreyfingu núna því get ég lofað.  Ég er í mauki.  Þreyttar en allt sem þreytt er.  Hvað þýðir að hlusta á það – maður þarf bara að halda áfram og gera það sem gera þarf.  Ég held ég neyðist samt til þess að slaka aðeins á – ég ætla að koma mér vel fyrir í kompu minni en fyrst ætla ég að taka svolítið til – en áður þarf ég að láta hausverkinn batna :-).  Er í því núna!

En ég á eftir að segja ykkur góða sögu af vetrardekkjunum mínum – ætlaði að gera það núna en held ég geri það síðar. 

Víhí og vóhó

Sko ég hef svolítið – obbupons pínku bissí…  Og þá er maður svo ótrúlega upptekin af því… sér ekki upp úr haugnum.  En ég er sem sagt á þeim stað sem ég var hér um árið þegar ég kláraði lokins grunnnámið – að það var hvíld að fara og brjóta saman þvott og taka til… sigh.  Nema nú gef ég mér ekki tíma til þess – bara vinn og vinn og vinn og læri svo og læri svo og læri svo…  og ákvað að hreyfa mig bara ekki neitt…. það er allt of tímafrekt.  Og það að hreyfa sig ekki neitt merkir sko samt að ég fer með moggann í svona 30 mínútur (við palli erum sko farin að fara í bæði hverfin saman svo það taki því að fara þetta – þetta var bara orðið 10 mínútur hvor helmingur og það er allt of lítið til að það taki því að dubba sigupp árla morgun..) og í blak .  En síðan 3. nóv hefur lítið annað verið í hreyfingunni.  Þetta var alveg meðvituð ákvörðun því ég hafði svo ofboðslega mikið að gera og ég ætla ekki að renna á rassinn með þetta…  20 einingar skulu í hús nú í haust.
Og ég skal sko segja það upphátt og í hljóði að þetta geri ég mér aldrei aftur!  Ég skal drullast í sund, ræktina eða hvað eina sama hversu langan tíma það tekur því ég er gjörsamlega ónýt eftir þessar æfingar mínar – eða æfingaleysi öllu heldur.  Ég var að vísu farin að finna til í mjöðmunum áður, hnén aum og svona sitthvað af vöðvafestingum að frétta – en boy oh boy, þetta var of mikið.  Ég er með þvílíkan höfuðverk, sé varla úr augunum út svona á stundum – dísuss.  Herðarnar bólgnar og háslrígur og vöðvabólga dauðans … hljómar allt frekar kunnuglega!  Þangað ætla ég ekki!
Ég fór til Baldurs í dag – þetta er nú meira yndið þessi sjúkraþjálfari sem ég á – ja eða amk hef ;-). Alveg þangað til hann tók eitthvað tæki og beindi því að mjöðmunum á mér!  Ég hélt ég dræpist. Kálfanuddið hér um árið var ekki neitt neitt – já svona ekki mikið.  Ja kannski svipað en þetta var samt ógeðslega vont!  Ég er svo aum í vöðvafestunum í kringum mjaðmirnar að það er ólýsanlegt!  Ég held ég ætli aftur í svonalagað því þetta kom svo sannarlega einhverju af stað.
Nú þar sem ég lá þarna og játaði allar mínar yfirjónir, fúslega og afskaplega grreiðlega fannst nú Baldri eitt og annað hafa breyst frá því ég kom fyrst – í ekki ósvipuðu ástandi, en heldur hressari með líðanina – bara svolítil vöðvabólga sem að mér væri, og ég þyrfti að fá á því bót 🙂 – með nuddi!.  Í dag vissi ég svona meira hvað til míns friðar heyrði vildi hann meina ;-).  væri aðeins betur áttuð híhí.  Kannski það, ég var samt alveg ágæt fyrir næstum fjórum árum síðan, bara fín kona sko!  En vissulega ákveðin viðhorfsbreyting 🙂  hmmm svoldið margir broskarlar.  En jæja sem sagt, ég lifði tímann af og gat jafnvel gengið.  Og þar sem ég kvaddi þá stakk Baldur upp á því að ég færi í ræktina á eftir og léti svo buna á mjaðmirnar nudtækið…  hmmmm það fannst mér nú svolítið góð hugmynd en alveg vonlaus um leið því það var alls ekki á áætluninni.  Þetta átti að vera heima og hvíla dagur eftir að hafa mokað út mestri drullunni….
Passaði sem sagt ekki alveg….
Og þar sem ég kom heim og vissi að ég gat hvorki setið né legið – yrði enginn tími betri en núið að fara og hreyfa sig amk smá… ég yrði jafn þreytt á morgun og það yrði ekki minna að gera þá…
Svo mín dreif sig bara og fór í 27 mín á ógeðstækið sem er sko afrek með mjaðmirnar eru eins og þær eru – ég lyfti ekki enda aum alls staðar eftir nudd og píningar, en fór þess í staðinn í pottinn og synti svo 400 metrana.  Og nú er ég búin að vera – get ekki gengið, get ekki setið, en svona ægilega sæl og ánægð og allt mögulegt!  Og svo á ég líka verkjatöflur og allt mögulegt svo ég er bara í góðum málum…. híhíhí. 

Sem sagt ætla aldrei aftur að halda að lausnin í önnum sé að hætta að fara skipulagða hreyfingu (og þó ástandið sé slæmt hreyfi ég mig nú 6×25 mín á dag plús blakið(já og þetta voru svo sem bara 16 dagar …)

Ég er svolítið þakklát fyrir hvatninguna!

Góður sunnudagur

Mikið sem ég kann að meta helgar.  Helgar eru yndislegar.  Líka þegar maður lærir og lærir og lærir og lærir út í eitt.  Það er svo gott að hafa tímann til þess.  Þessa helgina er ég að gera ritdóm – nokkuð sem ég átti að vera búin að gera fyrir margt löngu, en vegna þess hve heilinn á mér er takmarkaður get ég ekki hugsað um nema eitt viðfangsefni í einu.  Ég gæti ekki fjallað um lýðræði og réttlæti og skólakerfið okkar íslenska með félagsfræðilegu ívafi um leið og ég læsi miðaldasögu Íslands og íhugaði gátlista um gæði þess námsefnis….  Bara get það ekki.
Það er enn einhver kvefskítur í mér.  Eyrnabólga jafnvel…  Hálsbólga klárlega.  Ég tók því upp á því að eta parabolistöflur sem mér áskotnuðust eftir leiðum sem ég kæri mig ekki um að fara út í hér ;-).  Ég hafði heyrt að maður gæti etið nokkrar slíkar á 60 ´- 90 mín millibili og yrði þá sem nýr – ég gerði þetta í gær og viti  menn eftir 3 töflur fann ég ekki fyrir kvefeinkennum – en í morgun vissi ég svolítið af þeim svo nú er ég farin að eta aftur – reyndar er ég verri að morgni en seinnipart – nema á fimmtudaginn þegar ég var heim þá var ég bara lasin allan daginn…   En það er nú svo sem ekki til neins að skrifa um þetta – nema þá kannski til þess að muna að maður drepst ekki þó maður finni svolítið til ;-).
Annars er ég ekkert svo hrifin af þessari bók… þó hún líti vel út – Sögueyjan… í sjálfu sér gott að vera búin að fá námsefni á miðstig og unglingastig um íslenska sögu en samt…  eitthvað sem truflar mig.  Skoða það betur í dag.  Um að gera að líta hlutlaust á málin og taka ekki allt svona óskaplega persónulega ekki heldur bók um Íslandssögu ;-).
Þetta hefur annars verið arfaslök vika í hreyfingu en þess meira lært – reyndar lært rosalega.  Lappirnar á mér eftir því – þær vilja fara að komast í smá erfiði og í pottinn takk :-).  Ég læt það kannski eftir þeim í dag en það er miiiiikið að gera – svo reikna ég ekki endilega með því að fara í nám eftir áramótin svo þá verður allt rólegra.  Það veltur á því hvort ég fái námsleyfið sem ég sótti um – og þó allar líkur bendi til að ég fái þa ðekki svona í fyrsta þá ætla ég ekki að gefa það frá mér.  Ef ég fæ leyfið þá verð ég að taka aðferðarfræðina eftir áramótin svo ég geti farið í mastersnámið næsta vetur.  En ef ekki þá fer ég í aðferðafræðina næsta haust og undirbý svo mastersverefnið þar á aftir.  Jamm það er svona planið en fyrst af öllu er að lifa þessa tvo áfanga af og senda inn þau verkefni sem þar eiga að lenda. 
Og hlusta svolítið á jólalög á meðan.  Híhíhí

1113 póstar er ég í lagi .-)

Og allt eitthvað bullum sull úr hvunndagnum – það er ekki eins og ég sé að breyta heiminum… Einhver sagði nú samt að maður skyldi byrja á því að breyta sjálfum sér, þá kæmi hitt svona meira af sjálfu sér ;-).


En ég er heima hálflasin – ekki alveg, kannski bara uppgefin eftir námsmat, nám og vinnu.  Ég ætla amk ekki að vera veik á morgun ónei það er alveg klárt….


Var alveg að reyna að vera ekki lasin í morgun og hef svona jafnt og þétt eftir hádegið (en ég svaf sko þangað til svona með hléum) verið að gá hvort ég sé ekki bara með skrópusýkinga en svo sé ég að ég er óttalega lasin og er þess fullviss þegar ég man eftir blakinu sem mér finnst skemmtilegast í heimi og verst af öllu að missa af…


En ég lærði heilmikið í gær og lagði lökahöndina á ýmislegt núna áðan sem var gott því ég var að geðbilast yfir þessar garnhrúgu sem var utan um mig alla, nú held ég þó bara á nokkrum lausum endum – að vísu svoldið mörgum en samt… ekki flækja…


Ég hef ekki hreyft mig mikið þessa viku – hef bara lært út í eitt einhvern veginn og já verið hálf slöpp ég hef líka borðað aðeins of mörg stig þrátt fyrir herbalife lífið mitt – ég hef svona bætt mér upp stigin í formi einhvers óþverra en það fylgir miklu álagi að maturinn er ekki í lagi – að vísu er maturinn í lagi hjá mér – bara hitt sem lendir upp í mér er það ekki ;-).


En því er nú auðvelt að breyta – geri það bara.  Þetta er endalaust limbo maður.  Veit ekki með vigtina – hún er á sunnudag – eða þriðjudag svona eftir því hvernig ég hef staðið mig ;-).  Vona það besta en reyni að geðbilast ekki – mjólkuróþolsfattið dugir náttúrulega ekki ef maður étur bara alls konar hlaup og popp og buglis við og við – það þarf að takmarka við einn dag en ekki hafa það marga daga í gangi ;-).


En ég get þá verið þakklát fyrir að það hefði farið verr fyrir mér ef ég hefði ekki aðhaldið af herbalifinu – en það gengur mjög vel á því – bara vesen með að fá sér eitthvað klukkan 15 því þegar ég kem heim um 17 eða 18 þá er ég geggjað svöng.  Þarf að hafa ávexti  niðri hjá mér í skál – því oft nenni ég ekki upp – er svo mikið að vinna í kapp við tímann. 


Já já þetta er allt að koma – amk er líðanin öll önnur og maginn ekki með nándar nærri mikið uppsteit og áður!


Svo er að koma helgi og ég skrifa eins og 1 ritdóm þá, undirbý kennsluna fyrir þá daga sem ég er í burtu í staðlotu í næstu viku, og já vinn svolítið í kenningaverkefninu en þær eru kannski orðnar svona eins og 40 stundirnar sem ég hef unnið bara í því og það er varla komið á koppinn!

Skór dagsins frá Just the Right Shoe er Galaxy – svona sirka þar sem ég er í rannsóknaraðferðum

Ingveldur mælir með :-)

Hér eru nokkur atriði sem hafa hjálpað mér síðustu vikur og mánuði jafnvel:



Það er mjög gott að uppgötva að maður er með mjólkuróþol þegar maður er með mjólkuróþol 😉 og af því tilefni fór ég á stúfana til að leita mér að fæðu sem ég þyldi og gæti neytt í vinnunni líka – og væri holl – þar með þurfti ég að eta ofan í mig eitt og annað því varan sem ég fann í gegnum Ragnheiði mína var Herbalife – sem ég hef nú lagt megnasta hatur á – amk andúð í gegnum tíðina. Shakarnir eru góðir og gott að gera tvo að morgni – drekka annan og taka hinn með í vinnuna. En snilldin er að setja banana útí og hrista vel og hræra í fína Kitchen aid blandaranum. Þá verður allt svo miklu betra og þykkara og einhvern veginn bragðbetra! Svo er það teið þeirra – ég hef nú aldrei vitað aðra eins snilld! 400 ml fyrir hádegi og 400 ml eftir hádegi og maður er bara í lagi og rúmlega það og hungurtilfnningin barasta hverfur…eða amk nart þörfin (gætu líka verið minnkandi magabólgur og engin mjólk hefði áhrif).


Sem sagt meðmæli:


Herbalife te og Shake með banana…


Kitchen aid blandara

 
Næsta mál – Forever vörur



Í vor var kynnt fyrir mér krem sem hetir Forever Heat lotion – og herra minn – með því að nudda kvölds og morgna með þessari snilld hefur beinhimnubólgu fjandinn verið til friðs og ég næ að halda henni niðri ef ég nudda mjög fast – næstum svo fast að ég fái marbletti. Ég hafði prófað allt, nudd, nálar, alls konar hitakrem og guð má vita hvað en ekkert í veröldinn hefur verið eins gott og þetta.

Látið mig vita ef þið viljið prófa – frá sama fyrirtæki er líka til msm krem sem minnkar liðverki og hefur reynst mörgum vel!

Þetta krem hér græðir allt – ég hef sko reynslu af því – sandpappírshendurnar hans Páls eru orðnar eins og á ungabarni – þurrkur eða hvað eina – það lætur undan

Og önnur snilld – Páll hefur haft járnaryk á höndunum í mörg ár og aldrei náð því af – það hafa verið keyptar all skonar verkamannasápur sem ekkert hafa haft að segja – fer þá ekki ljósið að prófa þessa sápu sem við fengum lánaða en hún er líka frá Forever og voila – hendurnar eru hreinni en sálin! Og með propolis kreminu eru hendurnar hans orðnar eins og á bankamanni – eftir viku notkun – undursamlegt!
Mikið betra að láta hann strjúka sér svona mjúkan í lofunum 🙂
Ég er farin að drekka aloe vera safann frá þeim – með eplum og trönuberjum – kaldhreinsaður og rétt eins og maður sé að sjúka aloe vera plöntuna – frábær en ég er ekki búin að taka hann nógu lengi til að geta mælt með honum – en hann lítur vel út í meira lagi.

Svo mæli ég með stafagöngu (bæklingur)
Endilega kíkið á þetta – merkilega gott og skemmtilegt. Mæli sérstaklega með Þrastarskógi sem göngusvæði! Undursamlegt

Beinhimnubólga

Ég hef verið alveg að drepast úr beinhimnubólgu árum saman en í vor fann ég krem og aðferð sem er engu lík og kannski getið þið nýtt ykkur það  – því beinhimnubólga er ógeð.  Margir sem eru of þungir eru með beinhimnubólgu -og þá er erfitt að hvíla eins og íþróttmenn geta gera til þess að minnka álagið.


En ef þið eruð með þennan fjanda er  hægt að nudda á sér sköflunginn og vöðvana hiður með honum sitthvoru megin eins fast og þið þolið – næstum svo fast að þið fáið marbletti – kannski þarf annar að nudda ef þið þolið ekki við ;-).  Notið krem frá Forever sem heitir Heat og er hitakrem unnið úr Aloe vera – og ég hef prófið þau ýmis kremin til að laga þetta en vamm – þetta er engu líkt ef maður nuddar sig kvölds og morgna ef maður er slæmur.  Og ég er bara bókstaflega göngufær ef ég nota þetta krem…  og finn strax mun ef ég hætti því.  Ég nuddaði í vetur með alls konar olíum og kremum það hjálpaði en umskiptin urðu við þetta krem. Ég fór í nudd og nálar og ég veit ekki hvað!


Þið megið hafa samband ef þið viljið svona fínt krem – ég gerðist söluaðili að þessu Forever dæmi til þess að fá það á góðu verði og hef svo komist að því að í þeirri línu er margt fleira sem hjálpar! 


Þetta er sem sagt sölutrikk hjá mér – híhí – en í alvöru – þetta er engu líkt og þegar maður fær lausn á áralöngum píningum þá langar mann að segja frá!