Bara til að minna mig á

Ef ég ætla að nota þau rök að ég hafi ekki tíma, sé of þreytt, hafi of mikið að gera – já komi því ekki við með nokkru móti að fara í hreyfingu þá get ég eins hætt að reyna það.  Því þannig verður það alltaf.  Þess vegna fór mín í ræktina í kvöld að verða átta algjörlega búin að vera – en samt voða glöð því ég er komin með tölvuna aftur – sem er afar ánægjulegt.  – En ég hef sko verið tölvulaus meira og minna í viku.

Nú en sem sagt – þetta tekur 2 tíma svona ræktarferð – með potti og öllu.  Á morgun ætla ég aftur og þá bara að hjóla og synda smávegis  – það tekur styttri tíma.  Ég ætla að virkilega að reyna að vera dugleg að læra eftir vinnu – elda og fara svo smá í salinn…..  passa bara að gaufa ekki of mikið en það er nú svoldið minn stíll.

Og svo ætla ég að muna – það er alveg sama hvað ég er þreytt, illt og illa upplögð mér líður alltaf betur eftir salarferð – það er bara hreinlega tilfellið.

Það ætla ég sem sagt að muna….

Færðu inn athugasemd