Það er komin helgi

Verkefnin eru ótalmörg og ég gæti bloggað um mjög margt 🙂
T.d. hvað ég lærði ótrúlega mikið í Félagsfræði og heimspeki menntunar – ég bara er ekki söm manneskja svei mér þá!  Og litlu minna lærði ég þó annars slags væri hjá honum Þorsteini Helgasyni.  Þar var hver snillingurinn upp af öðrum með mjög ólíka menntun og bakgrunn.  Ég var í hóp með stúlkum sem voru svona bara rétt fermdar en svo svakalega skemmtilegar og klárar og kenndu mér svo margt.  Meiri snilldin – ég veit ekki hvort ég er tilbúnari til að læra nú en áður – eða hvað en amk lærði ég ótrúlega mikið í vor á að gera verkefnið í námsmatinu – og stend sterkari fótum í ýmis konar ritgerðar og verkefnavinnu en áður.  En boy oh boy hvað verður mikið að gera næstu vikur. 

En ég skal komast í gegnum þetta.

Nú er ég farin að hugsa um að fara bara á einhver fæðubótarefni – herbalife eða eitthvað útaf maganum á mér – ég get illa verið eins og ég hef verið undanfarið.  Ég þoli klárlega ekki fleiri sjálfsvorkunnarköst ;-).

Nú svo er markmiðið mitt þessa viku að komast í líkamsrækt – það verður í algjörum forgangi – ásamt vinnunni, og námninu – en svona heimalagað séð þá þarf það að bíða…. Sem sagt Nautilíus, badminton – kannski eða í það minnsta Nautilíus.  Svo er það Blakið og ein góð stafganga í einhverjum skóginum :-).

En nú er að huga að afmælinu hans Skafta.

Færðu inn athugasemd