Mín hefur nú ekki verið alveg ómöguleg þessa viku…. nú er áherslan á hreyfingu og ná henni upp í einhverjar hæðir sem passa fínnir frú eins og mér :-).
Nú það hefur verið Nautilíus 2x í vikunni með fínni hreyfingu, mogginn náttúrulega og svo massa blak áðan. Gat ekkert en reyndi.
Áframhaldandi þjálfun framundan. Vandinn er að hafa tíma fyrir námið, – vinnan hangir inni en mataræði ekki nógu gott og tiltekt ekki mikil enda ætti ekki mikið að þurfa að gera mikið af því – tvær manneskjur hér sem aldrei eru heima hvort sem er…
Ég fór í krabbameinsleit í vikunni – mjög ánægð með mig. Fékk svínaflenslusprautu í dag og dey því vonandi ekki úr því en af því hef ég þungar áhyggjur…
Það þarf að læra vel um helgina. Ég bara geri það þá – eins og ég á eftir að hreyfa mig.
Ég er með mjólkuróþol held ég alveg klárlega. Hef lagast nokkuð eftir að hafa tekið hana alla út og svo fæ ég mér shake á morgnana – það virðist ætla að koma vel út.