Ég er búin að gera margt í dag: Bera út moggann, taka til alveg fullt, eða svona svoldið ;-), elda mat, þvo og hengja út, fara á Akranes og fara í klippingu og litun, heim um Þingvelli já og fara í eina heimsókn í kvöld – sem sagt bara svona alls konar.
Ég er búin að borða allt of mikið í dag – þetta verður sem sagt að vera nammidagurinn í dag…. svakalega dugleg þá á morgun og eitthvað verð ég að hreyfa mig annars er ég í djúpum kúk – kannski að ég líti á hjólið og sjá hvernig viðgerðin á því hefur tekist – ég hugsa að ég taki það aftur með og fari í hjólatúr um Mosfellsbæinn á miðvikudag – er búin að finna leið sem ég get hjólað held ég…. tala nú ekki um ef ég hef bremsur. Annars er bara ein vika eftir – og þá erbara að skella sér í þrif á húsinu og svo í vinnu.
Á morgun er heill dagur sem ég get einbeitt mér að því að eta ekki allt of mikið og rifjað upp ástæðuna fyrir því afhverju ég ætla ekki að láta undan átþörfinni – lönguninni kannski frekar, hefur eiginlega ekkert að gera með þörf. Ástæða er einföld og nærri í tíma – því ég ætla að vera sem léttust á vigtinni á mánudaginn!