Ég skaust aðeins heim í kvöld – smá flókið mál afhverju það var en ég ætla aftur í fyrramálið í þrælakistuna mína því ég bara get ekki hugsað mér að missa af Leikfimi 2 ég bara meina það – það er næstum óhugglega skemmtilegt í þeim tímum. Í dag rann af mér svitinn og þá meina ég rann í stríðum straumum og konan er farin að þurfa að skipta um bol á milli atriða – annar var hreyfing dagsins ekki nema 220 mínútur – og vantaði þó inn að ég færi í hjólatúr eða í golf.
Ég sprengdi hins vegar lærvöðvana og þeir áttu ekkert eftir, því Inga pinga er komin með smá svona áhuga á að djöflast í tækjasal… Er að hugsa um að reyna við slíka staði aftur í vetur – sundlaugin kannski?
En jæja – verð að fara að sofa – blaðburður í fyrramálið, akstur í bæinn, leikfimi 2 í 50 mín eða svo sundleikfimi og kannski sund… nú eða tækjasalurinn, já eða ganga með fínu göngustöfunum mínum.
Svo margt til í myndinni 😉
Og svo er það bara að huga að mataræðinu um helgina og standa sig því ég ætla að fá ótrúlega flotta tölu á viginni á mánudaginn!
Gaman að því 😉