…það er rosalegt að fá þessa heilsuþjálfara nýkomna úr sumarfríi. Þeim hefur dottið í hug allskonar þrælapísk á meðan þeir geystust um fjöll og firnindi…
Úff
En sem sagt í dag var óskaplega rólegur dagur – ég var ekki í hreyfingu nema í 160 mínútur eða svo sem er um 50 mínútum minna en vant er – já eða jafnvel 60. 220 mínútur eru ekki óalgeng samtala dagsins.
Ég stend mig ágætlega í því að borða rétt – enda fátt annað í boði nema þá í verslunum og jú maður gæti svo sem borðað of mikið af ýmsu hér það er ekki það en engu að síður át ég nú vinber í gær sem jafnast út með að vera 5 stig og jafnvel sjö – svona eins og einn meðalklasi – úff maður má sem sagt vara sig á þeim…
en líklega vegur hreyfingin eitthvað upp á móti þeim – fljótunnar sykrur vona ég.
En það er hins vegar ekkert annað hjá mér að ég verð að hafa mataræðið 100% til þess að ég léttist – smá hliðarspor einu sinni eða tvisvar í viku hefur svo sem ekki úrslitaráhrif en engu að síður – rétt mataræði annars léttist ég ekki neitt sama hvað ég rembist og sprikla.
En nú eru bara sex dagar eftir hér – þetta er fljótt að líða og um að gera að nýta sér þessa daga sem best – nú ætla ég að fara í það að minnka magann en eins og ég hef sagt þá borða ég alltof mikið ekki endilega vitlaust en of mikið – stóra skammta.
Í lag með það og áfram veginn.