Ah ég gleymdi einu – ég fór á Ingólfsfjall í gær og það var nú ekki sérstök frægðarför. Ég var ótrúlega hæg og þá sérstaklega niður en það var bara varla að ég kæmist það ég segi það satt. Ég var eitthvað svo taugaveikluð! Ég held ég hafi gengið fyrsta legginn of hratt – ég hefði þurft að hvíla oftar og þá skemur í einu.
Ég var svo sem ekki góð upp en afleit niður – aum í mjöðmunum helst en ég hef mikið verið að hjóla undanfarið og synti líka svoldið og hef fundið fyrir vöðvafestingunum í bæki og lærum. En eftir á að hyggja var þetta bara fínt – og ég var ágæt á eftir – fór í bæinn og svo heim að elda og ætla áreiðanlega aftur – ætla bara að vera aðeins hvíldari og betur etin þegar ég fer af stað.
Já svona er að vera orðin stórkostlega útivistarkempa – maður bara gleymir að nefna að maður hafi skotist upp á fjall! Þú stendur þig frábærlega og GANGI ÞÉR VEL Á MÁNUDAGINN!
Ásta Björk
Líkar viðLíkar við
Þú ert SVO DUGLEG að ég bara á ekki til orð…….gætir þú kannski leitt mig einn dag upp á Ingólfsfjall??? Ég lifi nefnilega á gamalli frægð yfir að hafa komist þangað upp á unglingsaldri (er ekki viss um að ég gæti það núna). Gangi þér vel með alla þessa líkamsrækt :))
Kv.Villaeir
Líkar viðLíkar við
Þú gætir það vel Vilborg mín – við Áslaug erum að hugsa um að búa bara til viðvaningsgöngu upp á Ingólfsfjall – þú kemur bara með. Það geta allir komið með mér upp – þetta er spurningum hröðun og massa 🙂
Líkar viðLíkar við