Í gær fékk ég góða skýringu á átsýki minni síðustu daga og vikur. Ég er ekki að tala um að langa í súkkulaði eða í gums eða fara á einhvers konar fyllerí heldur er ég búin að vera óendanlega svöng alltaf hreint. Ég vakna upp á nóttunni með garnagaul þannig að Páll meira að segja rumskar!Og þetta er sko vísindaleg skýring frá fagmanni! Stundum þegar maður þyngist eða léttist ekki og æfir mikið er sagt – jah þú ert bara að byggja upp vöðva. Það getur svo sem verið rétt enda er ég með 10 kg meira af vöðvum en meðalmaðurinn í minni þyngd – og þeir vöðvar vega mun meira en fita en ég veit líka að ég borða of mikið er með frekar hæga brennslu eða amk er ég mjög viðkvæm fyrir því að borða ekki alltaf jafn lítið. Það er svona annað hvort eða hjá mér – ef ég hitti á allt hreyfi mig í 90 mín helst á dag 5 sinnum í viku borða 32 stig sem eru þriðjungur orkuþarfar minnar þá léttist ég fínt – en allt umfram sstigin eða mínútur sem ekki eru notaðar í hreyfingu er fljótt að skila mér í því að ég bara stend í stað.
Í sumar hef ég verið í massívri gönguþjálfun sem hefur skilað mér gríðarlegu – ég get orðið gengið töluvert og hraðinn hefur aukist til muna, jafnframt því sem verkir í rist og hælum hefur minnkað verulega og hnéð á mér hefur ekki verið til verulegra trafala. Staðan er sú að mér þykir betra að ganga erfiða göngu upp í móti en langa göngu á jafnsléttu því hvert skref telur og eykur álag á ristarbeinin og langar göngur eru því erfiðar fyrir mig.
En nú hafa fagaðilarnir mínir og leikmenn bent mér á að fátt ef nokkuð sé erfiðara en að ganga á fjöll og hvort sem það er Mosfell, Hestfjall eða Ingólfsfjall þá telst það meiri háttar afrek og æfingar til það ná þeim árangri að fara þar upp fyrir skrokk af minni stærð kosti mikla vöðvauppbyggingu – án þeirra gæti maður ekki farið verkjalaus eða lítill upp t.d. Ingólfsfjall. Eins þarf mikið til að geta gengið upp í móti 90 – 120 mínútur linnulítið og það myndi öllum finnast – og þá skiptir engu máli þó einhver annar fari vegalengdina á 30 – átakið er þeim mun meira sem lengur er verið að og púls haldið þetta hátt eins og hann er hjá mér í klifrinu. Ég þarf því ekki að gera lítið úr göngunni þó ég fari hægar en flestir – öðru nær reyndar því átakið er slíkt.
Nú en sem sagt þessi vöðvauppbygging veldur því að líkaminn er alltaf svangur – hann heimtar mat og orku og vekur því þessa ógnarinnar svengdartilfinningu til að fullnægja henni. Og við erum sko að tala um HUNGUR! Það sé jafnvel ekki óalgengt að líkamsræktarfólk sem er að massa sig upp þyngist um allt að 5 kg á þeim tíma, og það þýðir ekkert að reyna að léttast á meðan líkaminn byggir upp vöðva, bæði hefur það öfug áhrif á vöðvauppbygginguna og líkaminn öskrar á mat – sem ofátsfíkillinn getur nú illa staðist ;-).
Mér var því sagt að fara á Reykjalund laus við kvíða og skömm – og monta mig heldur bara alveg galið á gönguprógramminu og biðja um áætlun þar sem einungis er þolþjálfun og viðhald vöðva en ekki nein uppbygging – því ætti ég ekki að fara í tækjasal eða neinar kraftæfingar heldur ganga létt, hjóla og synda – og taka mataræðið föstum tökum og ná af mér kílóum sem kunna að hafa komið – það sé hið eðlilega ferli.
Ég er því að hugsa um að vera ekki á bömmer heldur bara hlusta á fólk sem segir að þetta sé vel af sér vikið hjá mér og ég megi vera stolt af þessu en ekki alltaf rífa allt niður sem ég geri.
Ég næ af mér þessum kílóum í haust og vetur – ég var komin með mataræðið í fínar skorður í vor og fyrripart sumars og það er það raunverulega enn – ég borða bara of mikið af öllu – jú og stundum eitthvað sérkennilegt 🙂
Gott að heyra að þú færð góðar skýringar Inga mín. Ég segi bara enn og aftur ÞÚ ERT FRÁBÆR og meina það af öllu hjarta.
Kv Haddý Jóna
Líkar viðLíkar við
Takk Haddý mín – þú ert svo dugleg að hvetja mig!
Líkar viðLíkar við