Vandi minn er sem sagt mataræðið… jamm
Og ég þarf að rifja upp þetta með matardagbókina – hef ekki skrifað í hana síðan í lok júlí eða þar um bil – uss fuss – en nú er regla að komast á mitt líf og þá verður allt auðveldara.
Vatn og blómkál, gúrkur og smátómatar, það er málið! 600 grömm af grænmeti á dag – hver getur verið svangur eftir það 😉
Er annars að vinna – taka til og raða – reyna að hafa svoldið fínt þegar mannskapurinn kemur til starfa og ég hvergi nærri – úff ég vær alveg hroll – er ekki viss um að veröldin geti snúist sína hringi hér í skólanum nema ég ýti ;-).
En sjálfsagt er nú að búa sem best í haginn. Ég missi ekki nema tvær vikur úr kennslu – rétt eins og í flensunni í vor. OMG ég verð að passa mig á því að fá ekki svínaflensuna – er svo mikill kvefgemsi – hef svolitlar áhyggjur af þessu ég verð að segja það….
