Vinna á morgun

Það hefur bara gengið ágætlega hjá mér að gera
það sem mér hefur sýnst best henta í dag. Ég er búin að lesa svolítið, horfa á eina góða mynd, sópa, viðra sængur, , þvo nokkrar vélar, borða alltof mikið! Prjóna og dunda mér svona eitt og annað smálegt – ekki má heldur gleyma Farm Town.

Nú þar sem ég sat og át -eða á milli þess sem ég setti vatnsmelónubita og annað mun verra svo sem eins og pizzu upp í míg þá fann ég að fætur mínir voru heldur stirðir, hælarnir aumir og mjaðmirnar heldur sárar, ákvað ég að fara út að hjóla. Veðrið er enda með eindæmum og einhvern veginn er ég farin að vera gripin ofsa þörf til að ganga eða hreyfa mig þegar ég sé þessa blíðu alla saman.

Nú annars hafði ég nú talið mér trú um að ég væri of þreytt, aum, sár og stirð til að hreyfa mig ætlaði ég ekki að hafa samviskubit á skorti á slíku í dag – en ég bara lét það ekki eftir mér – eða öllu heldur mig bara DAUÐLANGAÐI út að hreyfa mig – og settist ég því á fákinn minn og hjólaði Laugardæla hringinn og hring um Selfoss og var í 45 að því- tók vel á – og ég er ekki frá því að ég finni góðan mun á því hve vel ég get tekið á svo sem eins ogí 5 og 6 gír en ég var oftast í þeim – og fór bara greitt :-). flott hjá mér – ánægð með mig, fer undir hreina sæng í kvöld, vakna í vinnu og kem skikki á þetta allt saman þar áður en ég fer á Reykjalund. Jamm – bara gott mál!

Færðu inn athugasemd