Jæja þá eru Gríms… búin (ætla ekki að segja Grímur og Ævintýri í samsettu orði í nokkra daga!) og þau gengu bara svona ljómandi vel! Mjööööög fegin að þetta er búið og lappirnar á mér líka 🙂 – búin að vera mikil törn en frábærar konur, gott veður, enn betri gestir gerðu þetta allt að hinum ágætasta degi!
Og í dag ætla ég að gera það sem mér sýnist – svo byrja ég að vinna á morgun, námskeið næstu tvo dagana og svo ætla ég að vinna svoldið meira og ljúka sumarfríinu með stæl hreyfingarlega séð! Fara aftur á Ingólfsfjall í vikunni – en í dag ætla ég ekki að hugsa um það – í dag ætla ég bara að gera það sem mér sýnist því ég ræð tíma mínum alveg sjálf!