Jæja þá er ég komin í sæluríkið Reykjalund og mikið er nú gaman að finna hve maður er hressari nú en í janúar – þó þyngdin sé nú alveg galin miðað við það sem ég ætlaði mér.
Smá leiðinlegt er nú samt að ég fékk mega mega hælsæri í stafagöngunni minni í gær og það vegna þess að fóðrið losnaði innan í fínu nýju en þó mikið notuðu gönguskónum mínum – hrmpf ógeðslega leiðinlegt finnst mér skoho! Það að vera með hælsæri dauðans því ég er nú dramadrottning þýðir að maður getur ekki verið í skóm – og þá ekki göngu legum skóm…
En ég er með hjólið mitt og ég hef hjólað svolítið ekki mikið samt – það er svolítð brött brekkan hér hjá Reykjalundi og ég er sko pínu hrædd að fara hana niður… ég er samt búin að finna leið sem ekki þarf að fara niður í móti heldur bara upp í móti þegar maður kemur heim, svo kannski finn ég bráðum malbikaða stíga eða amk malarstíga sem eru ekki ógnarkrókóttir skógarstígar með hrygg í miðjunni – en á einum slíkum lenti ég í gær og þegar mikil brekka tók við þá varð ég svo skelkuð að ég bremsaði, hentist fram fyrir mig – ekki í alveg í kollhnís eða svoleiðis en nóg til að rispa mig og rífa buxurnar mínar – ógesðlega mikil pæja finnst mér – hælsæri og reiðhjólaslys á sama deginum
Ég hef hreyft mig 210 mínútur – 130 mínútur og 180 mínutur þessa þrjá daga sem ég hef verið hér og það hefur verið bæði áköf og rólegri hreyfing – en afbragðsgóð og ég er ekki alveg ónýt nema ég finn fyrir beinhimnubólgunni á ný – og hælsærið /bara svo þið gleymi því ekki/ – annars var ég svo þreytt í dag eftir hreyfingu dagsins sem er hvíldardagur að ég sofnaði í rúma 2 tíma og ég var svo fegin því ég var miklu betri eftir ;-).
Ég fékk ýmis gögn til þess að ráða við svengdartilfinninguna í dag – og svo er löngun og svengd ekki hið sama – og nú er ég að greina hvort á við mig – ég var viss hér fyrir um 10 dögum þá var það yfirgengileg svengd en það má ekki missa sig í löngun. Ég hlakka mjög mikið til að gera planið og listana varðandi ofátið – því staðreyndin er sú að ég borða of mikið – ekki miðað við neinn annan en mig, – annars myndi ég léttast meira og hraðar. Það er nú bara ekki flóknara en það. Ferlegt en satt.
Ég fer ekki í gönguna á morgun held ég – ég ætla bara að reyna að hjóla hér um í staðinn – fara kannski í 50 mínútna túr eða svo, langar að fara hér aðeins niður úr en þá verð ég líka að vera búin að kynna mér brekkur og slíkt 😉 Dugir ekki að ana út í vitleysuna bara. En ég er búin að finna mér 20 mínútna hring sem er frábær og í honum eru 2 erfiðar brekkur upp í móti – ég er ekki eins hrædd að fara þær upp eins og niður.
En já sem sagt huga að átinu – og muna að í raun má maður sáralítið borða til að vera búin með 32 stig – meira að segja hér á Reykjalundi er auðvelt að fylla þann kvarða – úff. Hvað þá heima…
Það er heilmikil vinna framundan svo mikið er víst.
En góðu fréttirnar eru þær að ég er í MIKLU betra ástandi en ég var fyrir 6 mánuðum síðan og líkamlega er ég önnur manneskja og nú er nýta hreyfinguna og allt það sem ég hef gert rétt sem er mjög margt, til þess að léttast og eiga auðveldara með svo ótal-margt.
Því það er það sem ég vil en nánar um ástæðurnar fyrir ofáti og slíkt síðar – ég er með dúndur spennandi efni í höndunum ég er viss um að það hjálpar mér :0)