Já eins og ég var nú á góðu róli hér fyrir helgina í minni magakveisu þáááá hefur útilega og óregla í mataræði svona cirka skilað mér á byrjunarreit á ný! En um það er ekki að fást – ég hef þrjár vikur til þess að koma þessu í eitthvað skikk og nú ætla ég að vera með reglufestu dauðans og standa mig vel! Ó já – fara lítið og fara fátt – vinna í garðinum og húsinum og koma einhverju sumarfríis skikki á líf mitt :-).
Er annars að skoða gönguleiðir – annars var nú mín þannig á föstudaginn var að hún gat ekki einu sinni hjólað – hnéð á henni var svo messað eitthvað að það beygðist ekki nema af hlytist ofsa sársauki þannig að þetta var sneipuför hin mesta og hjólið teymt heim!
Var í fjölskylduútilegu – hún var frábær og meira en það – fann nýja gönguleið upp með Rauðsgili og það ætla ég aftur í sumar og þá alla leið – frábær leið og frábær ganga – en nú er ég að fara í Þrastarskóg – við ætlum að liðka okkur stöllurnar og koma okkur í gang – erum hálf stirðar eitthvað blessaðar hnáturnar.
Það er því ekki seinna vænna að klæða sig og koma sér á þokkalegt ról :-).
Takast á við kílóin og svæla þau út með heilbrigðið að vopni – einhvers staðar á ég uppskriftabók frá danska kúrnum – best að líta á það og fara nú í smá húsmæðra leik 🙂