Barningur

Já eins og ég var nú á góðu róli hér fyrir helgina í minni magakveisu þáááá hefur útilega og óregla í mataræði svona cirka skilað mér á byrjunarreit á ný! En um það er ekki að fást – ég hef þrjár vikur til þess að koma þessu í eitthvað skikk og nú ætla ég að vera með reglufestu dauðans og standa mig vel! Ó já – fara lítið og fara fátt – vinna í garðinum og húsinum og koma einhverju sumarfríis skikki á líf mitt :-).

Er annars að skoða gönguleiðir – annars var nú mín þannig á föstudaginn var að hún gat ekki einu sinni hjólað – hnéð á henni var svo messað eitthvað að það beygðist ekki nema af hlytist ofsa sársauki þannig að þetta var sneipuför hin mesta og hjólið teymt heim!

Var í fjölskylduútilegu – hún var frábær og meira en það – fann nýja gönguleið upp með Rauðsgili og það ætla ég aftur í sumar og þá alla leið – frábær leið og frábær ganga – en nú er ég að fara í Þrastarskóg – við ætlum að liðka okkur stöllurnar og koma okkur í gang – erum hálf stirðar eitthvað blessaðar hnáturnar.

Það er því ekki seinna vænna að klæða sig og koma sér á þokkalegt ról :-).

Takast á við kílóin og svæla þau út með heilbrigðið að vopni – einhvers staðar á ég uppskriftabók frá danska kúrnum – best að líta á það og fara nú í smá húsmæðra leik 🙂

Mikil blíða í dag?

Það segir amk veðurstofan okkar. Ekki það mér finnst stundum eins og það sé ekki aaaaaaaalveg að marka hana alltaf – er ekki hægt að segja bara alltaf svoldið hlýtt og kannski rigning? Finnst nú ekki þurfa mikla menntun til þess – :-). Eða kannski er það bara Siggi stormur sem ég hef verið að hlusta á.

Ég er að verða svo þreytt á þessu Icesave máli að ég er að kafna – ég bara skil ekki hvað fólk hélt að myndi gerast? Afhverju þessi læti núna – það er ekki eins og þetta hafi verið að gerast í júní 2009 – o nei við fengum múrsteininn – já jafnvel heilt háhýsi jafnvel í hausinn í október. Og nú er allt vinstri mönnum að kenna – ótrúlegt!

Ég skil ekki hvað fólk heldur að ríkisábyrgð merki og það er gaman að heyra í sjálfstæðismönnum núna – já já það eru allt aðrar aðstæður núna – núna er allt breytt og þeir gætu alveg reddað þessu í dag – í dag er allt öðruvísi en áður!¨

Ég held að fólk ætti aðeins að rifja upp hvað orðið kreppa merkir – sjá svo hvort það skilur hvað djúp kreppa merkir og svo rifja upp dýpstu kreppu sem skollið hefur á vestrænu landi – ja svona sirka síðan í móðuharðindunum! Ég bara meina það! Hvað heldur fólk í alvöru að myndi gerast – við gætum bara haldið áfram og keypt og farið og gert allt sem fyrr?

Við vorum að fá greiðslubreytingu í bankanum, og við þurftum að ganga í gegnum alls konar þetta og hitt og stússast heilmikið og stúlkan í bankanum sagði að það þyrfti að vera svo mikið ferli í þessu öllu saman vegna þess að fjöldi fólks sæktu um breytingar svo það geti farið til útlanda í sumar – svo það eigi nú fyrir sumarfríinu og kannski einhverju nýju í húsið – þetta er ótrúlegt! En svo sem gott, að fólk sjái bara fram á áframhaldandi góðæri.

Nei góðir hálsar – við eigum eftir að verða skítblönk – fólk á eftir að fara á hausinn, missa húsin og bílalánin ganga af mörgum dauðum! Þannig verður þetta bara!

En að öðru – ég fór í Hellisskóg í gær í göngu – það var rosa fínt – næstum klst ganga um ýmsar hæðir – vissi ekki að það væri svona mishæðótt í þessu flatlendi öllu saman. Heilmikil brennsla við að reyna að halda uppi sæmilegum gönguhraða (amk sjá í hnakkagrófina á Áslaugu :-)).

Annars er bakstur, salatgerð og stúss í kringum fjölskylduútileguna um helgina. Mikið stúss og mikið gaman og ekki skemmir veðrið fyrir.

Krakkarnir verða heima og passa húsið – en hvað um það- bless í bili 🙂