Letidagur svei mér þá en samt…

eitthvað baukað 🙂

Nú gólfin voru þrifin svona flest…
Þvotturinn er alveg tilbúinn til samanbrots
Rababarinn er kominn í fat
Búin að synda og hjóla (sem ég gat næstum því alveg, með mjög lítilli áreynslu þó)
Fór örlítið í Bónus,
tók til í eldhúsin og fór að ráði sálfræðinga og bjó um 🙂
Horfði á mynd með Ragnheiði
Stússaðist aðeins í Grímsævintýrum
…og eitthvað svona svoldið meira,
já skvetti vatni framan í Bjart en garðslangan er það eina sem honum finnst þess virði að þagna fyrir – finnst verulega viðbjóðslegt að fá ískalt vatnið framan í sig.

Og þess vegna nota ég þetta svo hundkvikindið þegi úti og ég geti notið lífsins hvort heldur sem er utan dyra eða innan án þess að hafa áhyggjur af líðan nágrannanna minna 🙂

Mánudagur par excellence :-)

Er það ekki bara – fullt af verkefnum sem bíða úrlausna svo ekki þar mér að leiðast neitt í dag:

Skýrsla
Gólf
Þvottasamanbrot
Eldhússkúffur sem þurfa að hitta ryksugu

Hreyfing og mataræði – sem vel að merkja gengur svona líka ljómandi vel – nú er ég enn á ný alveg að verða komin niður í hin gullnu 132 kg enn á nú en eftir útilegur bæti ég á mig ómældu vatni og vandræðum sem nema jafnavel 4 kílóum eða svo – svakalegt en nú ætla ég bara að vera heima fram yfir næstu helgi og borða hollt og gott og koma jafnvægi á kroppinn minn og sálartetur -þetta snýst allt um það maður minn…

Ég ætla að prófa að hjóla í sund núna á eftir – langar svo að geta hjólað….

En geri það ekki ef ég finn til því þá verður mér bara ennþá meira illt ;-).

Frábært veður – skýjað en sólin kíkir undan skýjunum með gullnu brosi sínu rétt til að minna á að víst er sumarið yndislegt og við skulum njóta kossanna!

Sól og sumarylur

Ég man skoho þegar það lag var vinsælt…

Í sól og sumaryl
Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.

Fuglarnir sungu og lítil falleg hjón,
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.

Í sól og sumaryl, ég sat og horfði á,
hreykna þrastamóður mata unga sína smá.
Faðirinn stoltur, hann stóð þar sperrtur hjá,
og fagurt söng svo fyllti hjartað frið.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag,
hve fagurt var þann dag.

1972 – eftir Gylfa Ægisson, þá var ég sjö ára. Ég held varla að annað lag hafi heyrst í útvarpinu það sumar….

Ég hef verið tónlistarlega þenkjandi þetta sumar – því þetta sama ár var Sóley Sóley vinsælt (tengill) og ég held að allar dúkkurnar mínari hafi heitið Sóley eftir það 😉 Mér finnst þetta enn flott lag svei mér þá…

Ekki hefur nú mikið gerst í garðinum í dag – nema hvað ég hjó niður tvær viðjur sem voru orðnar ótrúlega framlágar eitthvað – það svo sem er allt í lagi – nema þær voru innan í miðju hekki – en hvað getur maður annað gert en fjarlægt það sem er dautt…? Ekkert held ég – svo er bara að sjá hvað þetta verður.

Úff það er frétt í sjónvarpinu um Valhöll – sigh ég er nú eiginlega alveg að klepera yfir þessu….

Aumingja litla Valhöllin mín…

En back to the work in the garden – híhí – ekkert var kantskorið meðfram stéttinni – hefði svooo mikið viljað að það yrði gert en kannski um næstu helgi… En það er búið að laga beðin sem snúa að götunni og það er nú frábært.

Ég er handónýt eftir allt þetta stúss – sólbrennd eins og tómatur, hnéð í mauki og strengir hér og þar – hlýtur allt að vera hreint afbragð…

Nenni ekki að hafa áhyggjur af þessu með hnéð – það lagast áreiðanlega. Mataræðið er í góðu standi – ég fór og fékk mér grænmetisrétt á grænu og grilluðu sem er nýr matarvagn hér Selfossi – langaði bara einhvern veginn alls ekki í skyr í hádeginu, en í kvöld er það kjúklingur og salat.

Ég gef mér límmiða ef ég stend mig vel og þetta hefur allt gengið ágætlega – fengið marga límmiða í matardagbókina – er lang oftast undir 42 stigum, oftast í kringum 32 – 38 stig sem ætti að duga mér til að léttast miðað við hreyfinguna sem ég er í. Ég ætti að vera í 32 stigum en það lendir oft eitthvað upp í mér – eins og t.d. lakkrísrúlla í gær…. en oftast er það nú einni bruðu of mikið- of mikið af osti eða eitthvað slíkt – telur allt saman.

Og enn er meira frí framundan – og ég hugsa að ég líti aðeins á eldhússkúffur með ryksugu í hönd…

Preláti og kverúlantar

Preláti er í raun embætti í kaþólskunni – og kverúlant á ég nú eftir að finna á google 🙂 Fór allt í einu að hugsa hvort ég hefði verið að misnota og búa til nýtt orð með prelútum – sem var að hluta til rétt því ég held að réttara sé að segja preláti. En hvaðn ætli kverúlant sé kominn?

Allt þetta út af brunanum í Valhöll – því þetta olnbogabarn þinghelgarinnar er nú loksins brunnið og bíðið bara – þeir eiga eftir að hafa skoðun á þessu – kverúlantarnari og prelátarnir 🙂

Garður, hné og pottur

Já og ekki má gleyma veðrinu maður minn! Meiri blíðan….

Ég var í garðinum í 6 tíma í dag og áreiðanlega 3 í gær og litla vinstra hnéð mitt er alveg á bömmer yfir þessari meðferð – hugsa að ég geti ekki hjólað á næstunni – og varla gengið á fjöll…

Fjandinn hlaupinn í það – eins og ég segi þetta er rosa merkilegt ég hef aldrei verið svo slæm í hnénu að ég gæti ekki hjólað…

Sigh… svolítil vonbrigði verð ég að segja….

En annars líður mér svo vel að vera búin að rótast í þessum beðum sem eru hér út við götu og vorum okkur til skammar svo ekki sé meira sagt. Það er svo heill dagur á morgun sem við getum notað í garðinn líka og þá erum við nú í æ betri málum :-).

Ég er nú svoldið leið yfir þessu með Valhöll ég verð að segja það….

það verður fróðlegt að heyra í Þingvallanefnd og prelútunum um þetta mál – best væri ef ekkert fólk væri á Þingvöllum frekar en grenitré…

Bita vantar nú í lífsins púsl

Það er með ólíkindum að verða vitni að því að Valhöll brenni – fá hús hef ég oftar barið augum en einmitt Valhöll – útsýni út um svefniherbergisgluggann minn á Þingvöllum til 16 ára, vinnustaður á sumrin, – órjúfanlegur hluti af þeim Þingvöllum sem ég þekki – og ég þekki þá býsna vel!
Mikið finnst mér þetta sorglegt – víst var húsið óttalegur kofi – með viðbyggingu á viðbyggingu ofan – en engu að síður þykir mér ótrúlega vænt um húsið – enda margar margar minningar sem tengjast því. Já næstum óendanlega sorglegt, ég vissi ekki einu sinni að mér þætti svona vænt um Valhöll fyrr en ég rakst á fréttina um brunann rétt fyrir fimm hér á mbl.is.
Nöfn koma upp í hugann – fólk sem vann þar, rak hótelið var hluti af bernskunni – meira að segja Lási kokkur kemur upp í hugann – ógleymanleg persóna. Ragnar og Júlíana… Stundum fóru nú hgasmunir Valhallar ekki alveg saman við hagsmuni Þjóðgarðsins og ekki urðu nú allir glaðir þegar Valhöll fékk vínveitingaleyfi – úff púff… þá gekk nú ýmislegt á og margt breyttist. En jafnvægi náðist nú með tímanum og vísast hafa drykkjusiðir landans batnað síðan þá….
Í nokkur sumur vann ég í Valhöll á símstöðinni og pósthúsinu og í enn fleiri sumur skokkaði ég með hádegisverð til þeirra sem unnu þar á undan mér – já ég var held ég bara síðasti talsímavörðurinn á Þingvöllum…
Með Valhöll hefur nú glatast bitar í lífsins púsl og ég á eftir að sakna þeirra…
Ég man enn eins og gerst hefði í gær þegar ráðherrabústaðurinn brann fyrir 39 árum, ég vaknaði upp um miðja nótt og sá logana dansa á fataskápunum – Dísa og Ási voru úti í glugga og sögðu mér hvað var að gerast – og allir óttuðust að Bjarni Ben væri í húsinu … Það var óttaleg nótt og hörmuleg aðkoma daginn eftir – meira að segja fyrir 5 ára stelpuhnokka sem lagði land undir fót til að skoða – vísast án þess að láta nokkurn vita enda nokkuð löng leið fyrir ekki eldri manneskju. Kannski ég hafi þó verið með systkinum mínum í för.

Valhöll brennur

Eitt helsta hús bernsku minnar brennur nú á Þingvöllum – þau voru ófá sporin sem maður átti út í Valhöll fyrst sem barn að sendast með nesti til stelpnanna sem unnu á símanum – seinna jafnvel að kíkja þar inn þegar enginn mátti vera þar – og allt var lokað – ég vann þar líka 1 haust og nokkur sumur þá á símstöðinni.

Ég vissi ekki hve vænt mér þótti um staðinn fyrr en ég sá hann brenna – óumræðileg sorg einhvern veginn – tregi. Þetta er einn af hornsteinum bernsku minnar – þó oftast hafi þetta nú verið óttalegur sorapyttur….

Kvenféalgsböll, Hlín gifti sig, og fleira og fleira tengist þessum stað þar sem maður sniglaðist iðulega 16 ár af ævi sinni…

Mikið á ég eftir að sakna þess að sjá Valhöll ekki framar….

Skipulag og verkefni

Nú jæja konan er nú þannig að hún getur ekki hjólað – hnéð bara beygist ekki nema smá og ef ég beygi það meira þá bara meiði ég mig ógeðslega mikið – og get það bara eiginlega alls ekki….

Aldrei verið svona slæm í hnénu – svoldið álag að ganga greinilega! Nú til þess að bæta mér upp hjólaleysið fór ég í sund í dag – og synti í 30 mínútur – ánægð með það – gat notað blöðkurnar smá en meiddi mig undan þeim í ristinni hægra megin – hún er alltaf að stríða mér! Sigh…

Það var því bara ein ganga hjá okkur Álaugu í þessari viku – við syndum 1000 metrana eða svo á morgun og svo er það garðvinnan. Hér er verkefnalisti heimaverunnar næstu 2 vikurnar (sem er nú orðin ein og hálf- úff hvað tíminn flýgur.

Kantskera meðfram stéttinni heim að húsinu
Hreinsa meðfram sökklinum
stinga upp grávíðisbeðið og eyða þar fíflum sem hafa sest þar að
kantskera það beð
Stinga upp álfakollsbeðið og taka til í því af miklum krafti 🙂
kantskera það beð
hreinsa í kringum safnkassana
Taka upp rabbabarann
hreinsa beðið undir húsveggnum og fá fjölærarplöntur frá Dísu í það – nelliku og jarðaberjamuru til dæmis – silfurhnapp líka….
mála garðhúsgögnin
laga borðið
hreinsa grillið
snyrta svolítið bak við hús þegar allt annað er búið….

Jam nóg að gera útivið og ég þarf mjög margt að gera inni líka…

Letidagur

Jæja það er ekki hátt á minni risið núna – nenni ekki í sund en það er nú ekki útséð með það – ég get ekki hjólað þó veðrið sé svo sannarlega þannig að maður ætti að skella sér á bak – nei þá er hnéð bara alveg ófært um að beygja sig eins mikið og þarf – afar svekkjandi satt að segja og því ætti ég að vera dugleg að hreyfa mig en nei….

En það er nú ekki of seint að fara í sund fyrr en 21:00 í kvöld :-).

Ég hugsa að ég labbi ekki upp á neinar hæðir á morgun heldur syndi 1000 metrana – best að hvíla hnéð í nokkurn tíma enn – og svo verð ég að fá göngustafi það léttir á þegar það er farið niður….

Ég er nú búin að koma blómum í pott – það tók nú ekki nema mánuð 🙂 og ég er búin að finna garðvettlingana og nú er bara að búa sér til stundaskrá og vinna eftir henni – en ég ætla að eiga einn enn svona – ég geri það sem mér sýnist dag enn….

Dásamleg tilfinning að geta bara ráðið hvað maður gerir þann daginn :-).

Frábært veður dag eftir dag og þvotturinn blaktir á snúrunum, gólfin hrein, ég prjóna við og við, sái í Farm Town og les svo jafnvel inn á milli – ríf upp einn njóla – já svona um það bil bara eitthvað út í loftið og ef ég myndi nú fara í sund þá væri samviskan hrein því mataræðið er ekki arfavitlaust heldur…

Veitir ekki af að ná af sér lopanum sem kom á mann um helgina! Meira hvað mér gengur illa að léttast – um leið og það er ekki rammi utanum mig þá bara búmmiti búmm

En ekki gefast upp og ég er bara að gera það gott í hreyfingunni þrátt fyrir allt!