Valkvíði

Sko það er ekki auðvelt að velja tjaldsvæði um verslunarmannahelgi – það get ég sagt ykkur! Það er sko ekki útaf neinu sem ég er gjarnan heima hjá mér þessa helgi en ég var svo ákveðin að fara á Húsavík áður en ég sá veðurspána – sem svo aftur er að batna núna -ekkert smá erfitt að lifa lífinu eftir veðurspám – og svo þegar allt kemur til alls þá eru þær einskis nýtar því þær breyta ekkert veðrinu – hrmpf…

Nú jæja en sem sagt – við verðum þá fyrir sunnan og Rp og Ap koma með – með sína maka, en hvert skal fara þegar…

…maður þolir ekki þrengsli og 1000-ir ferðavagna og tjalda hvert ofan í öðru! Jukk…

Nú svo er ekki hægt að vera þar sem er mikið af börnum – það truflar Bjart

Nú svo þarf líka að vera tré og skjól og landslag og friðhelgi hundinum til handa….

Svo má ekki vera fluga… ekki tvær og alls ekki þrjár+

Jamm þetta er svoldið erfitt skal ég segja ykkur

Mig langar samt á Úlfljótsvatn því þar er Björk en þar eru líka margar margar margar flugur ef ég þekki Sogið rétt…

En hvað um það – ég finn eitthvað út úr þessu!

Færðu inn athugasemd