Áfram veginn

Nú eftir tilfinningarússibana helgarinnar er nú aftur farið að sjást til botns. Það er gott. Vont þegar fólkið manns er ekki upp á sitt besta. En sem sagt…

Í dag fór ég á marga staði að biðja um vinninga fyrir Tombólu Tombólanna þann 8. ágúst og var alls staðar vel tekið! Fer aftur í það á morgun… á enn nokkuð marga staði eftir og svo þarf að fara aftur og ná í vinningana – takk fyrir það kaupmenn á Selfossi þið standið ykkur afskaplega vel!

Svo fór ég í heimsókn til vinkonu minnar hér sem mér þykir ótrúlega vænt um – það eru ekki nema svona eins og sex ár síðan ég hitti hana síðast! AFSKAPLEGA skemmtilegt verður að segjast – pantaði tíma fyrir bílinn í viðgerð og ég veit ekki hvað og hvað!

Eina erfiðið í þessu er að maður á að vera að klífa einhver fjöll, hæðir og hóla og það get ég ekki þegar ég er að hugsa um eitthvað svona eins og Grímsævintýri – það bara ræð ég ekki við… er í svolitlum vanda vegna þessa en sem betur fer sýnist mér nú ferðafélaginn ekki hafa tíma til þess að líta upp á brún Ingólfsfjalls á morgun svo kannski slepp ég….

Ég er líka einhvern veginn að drepast alls staðar – hægri handleggur frá fremstu kjúku og upp í öxl, hausnum, tánum – æ einhvern veginn einhver ólund í mér allri…

En góðu fréttirnar eru þær að ég virðist vera á góðu rólu hvað varðar kílóin og stórkostlegu fréttirnar eru þær að ég þyngdist ekki – heldur LÉTTIST í útilegunni með Ástu Björk enda var svo skynsamlega keypt inn að það var rosalegt!

Ég vissi bara ekki hvað þetta lá á mér fyrr en ég sá töluna í morgun – það er svo kærkomið að vera á réttri leið – niðurleið í þessu tilfelli en ekki einhvers staðar sky high – í tölum sem manni finnst bara ekki passa en standa samt á vigtinni – sveiflurnar í kílóum eru orðnar miklu meiri en áður – kannski vegna þess að ég vigta mig oftar – en ég skrái ekki tölur nema á 7 – 14 daga fresti og þá kemur miklu eðlilegri mynd á þetta allt saman.

Sem sagt – vigtin gladdi mitt geð í morgun og vonandi næ ég að komast í gegnum næstu daga og helgi á einhverjum hluta skyrkúrsins amk. Mér finnst að eitthvað af þessu öllu saman ætti nú að vera farið að skila sér – ekkert nammi nema endrum og sinnum og illa það, ekkert áfengi, ekkert kaffi og ekkert coke lite, sama sem ekkert brauð og ég veit ekki hvað og hvað! Fjallgöngur og sund, hjólreiðar og stúss – þetta bara getur ekki annað en virkað á endanum!

1 athugasemd á “Áfram veginn

Færðu inn athugasemd