Hestfjall

Á miðvikudaginn fórum við Áslaug á Hestfjall í algjörlega stórkostlegu veðri. Útsýnið var á köflum óþarflega gott ;-).

Við lögðum bílnum rétt hjá brúnni hjá honum Steina í Vatnsnesi, það hefði þurft að vera á jeppa til að komast í malarnámuna hjá honum. Þannig að það var svolítill gangur að uppgöngustaðnum. Þetta virtist nú ekki mikið mál!

Ég var bara ansi góð í fótunum og Ari Trausti segir að þetta sé auðveldasta ganga í heimi. Hvað gat þá verið að!?

Nema hvað hann Steini sagði að þetta væri nokkuð auðvelt, fjárgata alla leið og svona…

Og við stefndum á fjárgötuna – og mig rámaði ekki í að íslenskar né færeyskar kindur ef út í það er farið væru hreint ekkert lofthræddar heldur skælast utan í þar sem þeim finnst bent henta –
og sú leið hentar mér ekki!

Þannig varð þetta pínulitla fjall – auðveldasta gangan í 101 fjalli… Gjörsamlega piece of cake…

Nú ég hélt ég gæti nú allt eftir að hafa gengið í þessar nokkru mínútur upp Ingólfsfjallið… Ég held ég hafi ofmetnast og geti nákvæmlega ekkert af því sem ég held að geti…

Og svo var vinkona mín að segja mér að hún hefði verið gengið í Reykjadalnum, og þegar ég skoðaði gönguleiðina þá var sagt að hún lægi utan í bröttum skriðum – BAMM ég get ekki einu sinni gengið í Reykjadalnum…

Ég er nú eiginlega á bömmer yfir þessu…

En þessi Hestfjallsganga var nú alveg ágæt! Svona eftir á skal ég fara aftur upp á þetta leiðinda fjall… Bara ekki eftir fjárgötum… o nei…

Þetta var heilmikil ganga – við fórum ekki alveg upp á hæsta toppinn en útsýnið var samt frábært – og svo er bara hægt að renna sér niður fjallið alla leið ef vill :-).

Smá samtalsbútur frá ferðinni, augnablikið var cirka þar þegar tárin streymdu niður sólbrenndan vangann, hnén neituðu að styðja við neitt það sem ofar var og sviminn olli því að hörmungarhyggjan náði nýjum hæðum (í öfugu hlutfalli við litla hæð Hestfjalls samt):

,,Áslaug!“ snökkt, ,,ertu vönn að vinna með geðsjúkum?“

,,Nei, ekki get ég nú sagt það“ svaraði hún á sinn snaggarlega hátt

,,Jah, þú ert samt rosalega góð í því“ sagði fjallakiðlingurinn þá og hélt áfram að skríða upp brattann, þá að íhuga fasta búsetu á fjallinu, eða labba niður faxið að Kiðjabergi – því öðruvísi kæmist konan vísast ekki niður af fjallinu!

Sem sagt stærsta og háskalegasta ganga á minnsta og auðveldasta fjall Suðurlandsins að baki! 4 tímar svona allt með öllu – tók svoldinn tíma að skríða þarna vælandi eftir götunni…

Þetta tók svo mikið á að ég komst ekki alveg á toppinn en við gengum samt heilmikið upp á fjallinu og þetta varð að rosa hreyfingu og ristin gaf sig ekki fyrr en eftir þrjá og hálfan tíma svo þetta er alltaf að batna!

Svo er það Ingólfsfjall í næstu viku – hvað ætli ég taki mörg fit þar…

Díuss…

Færðu inn athugasemd