…og notaleg líka. Já og nokkuð viðburðarík. Við Páll, Bjartur, Ragnheiður og Jósep fórum á Þingvöll og vorum þar í alveg stórkostlegu veðri um helgina! Hitinn var þvílíkur – guðs drottins blíða í einu orði sagt.
Á laugardaginn gekk ég Fögrubrekku, með Áslaugu, Bjarti, Ragnheiði og Jósep og út að Þingvallabæ – það var nú meiri upplifunin! Úff púff… ég verð að segja frá því síðar. Þarf að melta upplifun mína betur af því! En þetta var yndisleg ganga og hún gekk vel! Jósep var líka svo mikið yndi að halda í Bjart – þetta hafa verið alveg um 5 km sem við gengum þann daginn.
Á föstudaginn fengum við okkur 45 mínútna göngu – sem ég hélt að hefði verið í 15 mín svo gaman var í henni og það gekk svo vel! Veðrið alveg stórkostlegt.
Á laugardaginn komu sem sagt Áslaug og Hjörleifur í heimsókn og í hópinn bættust Sigurlín og Hrafnkell og þau voru í eina nótt með okkur.
Í dag undum við svo hag okkar hið besta, borðuðum saman og vorum í rúmlega 22 stiga hita (það var hitinn klukkan 17:30 þó engin skini sólin). Frábært í einu orði.
´
Og þar sem ég er svona endurnærð ætla ég að gera allt sem ég þarf að gera á morgun ;-).
Fer létt með það!