Fjallageitin

…er alveg að hætta að vera kiðlingur og fer að verða geit – þegar Ingólfsfjall er undir þá er ég orðin geit! Oh yeah, ég og Áslaug fórum á Mosfell í dag – Bjartur líka. Hann fór að vísu nokkrum sinnum upp 🙂 …og niður! Og varð rosalega þreyttur. Litla grjónið. Okkur Áslaugu var líka heitt enda fórum við býsna hratt þegar við vorum á ferðinni. Ég fann mikinn mun á mér, miklu miklu hressari bara heldur en þegar ég fór í fyrsta sinn í sumar. Þó hafði ég farið í ansi mikla göngu á þriðjudaginn oh yeah Þá gengum við 7,5 kílómetra, frá þjónustumiðstöðinni að Hrauntúni, frá Hrauntúni niður í Skógarkot og þaðan Sandhólastíg að þjónustumiðstöðinni. Ég hélt ég myndi drepast í ristinni síðasta legginn, en ég komst þetta! Þetta tók 4,5 klst, svona með öllu! Yndislegur dagur í dag skondruðumst við svolítið um á toppnum á Mosfelli – enn einn dagurinn sem blíðan strýkur manni um vangann! Gælir við lund og kropp!

En ég nenni nú ekki miklu öðru þó ég stússist í hinu og þessu!

Í næstu viku er það Hestfjall og og útilega með Ástu Björg og grísunum… Oh yeah!

Og í vikunni þar á eftir er það Ingólfsfjall – og svo er það Norðurland, verslunarmannahelgin og svo eru það Grímsævintýrin…

Færðu inn athugasemd