Er það ekki bara – fullt af verkefnum sem bíða úrlausna svo ekki þar mér að leiðast neitt í dag:
Skýrsla
Gólf
Þvottasamanbrot
Eldhússkúffur sem þurfa að hitta ryksugu
Hreyfing og mataræði – sem vel að merkja gengur svona líka ljómandi vel – nú er ég enn á ný alveg að verða komin niður í hin gullnu 132 kg enn á nú en eftir útilegur bæti ég á mig ómældu vatni og vandræðum sem nema jafnavel 4 kílóum eða svo – svakalegt en nú ætla ég bara að vera heima fram yfir næstu helgi og borða hollt og gott og koma jafnvægi á kroppinn minn og sálartetur -þetta snýst allt um það maður minn…
Ég ætla að prófa að hjóla í sund núna á eftir – langar svo að geta hjólað….
En geri það ekki ef ég finn til því þá verður mér bara ennþá meira illt ;-).
Frábært veður – skýjað en sólin kíkir undan skýjunum með gullnu brosi sínu rétt til að minna á að víst er sumarið yndislegt og við skulum njóta kossanna!