eitthvað baukað 🙂
Nú gólfin voru þrifin svona flest…
Þvotturinn er alveg tilbúinn til samanbrots
Rababarinn er kominn í fat
Búin að synda og hjóla (sem ég gat næstum því alveg, með mjög lítilli áreynslu þó)
Fór örlítið í Bónus,
tók til í eldhúsin og fór að ráði sálfræðinga og bjó um 🙂
Horfði á mynd með Ragnheiði
Stússaðist aðeins í Grímsævintýrum
…og eitthvað svona svoldið meira,
já skvetti vatni framan í Bjart en garðslangan er það eina sem honum finnst þess virði að þagna fyrir – finnst verulega viðbjóðslegt að fá ískalt vatnið framan í sig.
Og þess vegna nota ég þetta svo hundkvikindið þegi úti og ég geti notið lífsins hvort heldur sem er utan dyra eða innan án þess að hafa áhyggjur af líðan nágrannanna minna 🙂