Ég man skoho þegar það lag var vinsælt…
Í sól og sumaryl
Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.
Fuglarnir sungu og lítil falleg hjón,
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég sat og horfði á,
hreykna þrastamóður mata unga sína smá.
Faðirinn stoltur, hann stóð þar sperrtur hjá,
og fagurt söng svo fyllti hjartað frið.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag,
hve fagurt var þann dag.
1972 – eftir Gylfa Ægisson, þá var ég sjö ára. Ég held varla að annað lag hafi heyrst í útvarpinu það sumar….
Ég hef verið tónlistarlega þenkjandi þetta sumar – því þetta sama ár var Sóley Sóley vinsælt (tengill) og ég held að allar dúkkurnar mínari hafi heitið Sóley eftir það 😉 Mér finnst þetta enn flott lag svei mér þá…
Ekki hefur nú mikið gerst í garðinum í dag – nema hvað ég hjó niður tvær viðjur sem voru orðnar ótrúlega framlágar eitthvað – það svo sem er allt í lagi – nema þær voru innan í miðju hekki – en hvað getur maður annað gert en fjarlægt það sem er dautt…? Ekkert held ég – svo er bara að sjá hvað þetta verður.
Úff það er frétt í sjónvarpinu um Valhöll – sigh ég er nú eiginlega alveg að klepera yfir þessu….
Aumingja litla Valhöllin mín…
En back to the work in the garden – híhí – ekkert var kantskorið meðfram stéttinni – hefði svooo mikið viljað að það yrði gert en kannski um næstu helgi… En það er búið að laga beðin sem snúa að götunni og það er nú frábært.
Ég er handónýt eftir allt þetta stúss – sólbrennd eins og tómatur, hnéð í mauki og strengir hér og þar – hlýtur allt að vera hreint afbragð…
Nenni ekki að hafa áhyggjur af þessu með hnéð – það lagast áreiðanlega. Mataræðið er í góðu standi – ég fór og fékk mér grænmetisrétt á grænu og grilluðu sem er nýr matarvagn hér Selfossi – langaði bara einhvern veginn alls ekki í skyr í hádeginu, en í kvöld er það kjúklingur og salat.
Ég gef mér límmiða ef ég stend mig vel og þetta hefur allt gengið ágætlega – fengið marga límmiða í matardagbókina – er lang oftast undir 42 stigum, oftast í kringum 32 – 38 stig sem ætti að duga mér til að léttast miðað við hreyfinguna sem ég er í. Ég ætti að vera í 32 stigum en það lendir oft eitthvað upp í mér – eins og t.d. lakkrísrúlla í gær…. en oftast er það nú einni bruðu of mikið- of mikið af osti eða eitthvað slíkt – telur allt saman.
Og enn er meira frí framundan – og ég hugsa að ég líti aðeins á eldhússkúffur með ryksugu í hönd…