Garður, hné og pottur

Já og ekki má gleyma veðrinu maður minn! Meiri blíðan….

Ég var í garðinum í 6 tíma í dag og áreiðanlega 3 í gær og litla vinstra hnéð mitt er alveg á bömmer yfir þessari meðferð – hugsa að ég geti ekki hjólað á næstunni – og varla gengið á fjöll…

Fjandinn hlaupinn í það – eins og ég segi þetta er rosa merkilegt ég hef aldrei verið svo slæm í hnénu að ég gæti ekki hjólað…

Sigh… svolítil vonbrigði verð ég að segja….

En annars líður mér svo vel að vera búin að rótast í þessum beðum sem eru hér út við götu og vorum okkur til skammar svo ekki sé meira sagt. Það er svo heill dagur á morgun sem við getum notað í garðinn líka og þá erum við nú í æ betri málum :-).

Ég er nú svoldið leið yfir þessu með Valhöll ég verð að segja það….

það verður fróðlegt að heyra í Þingvallanefnd og prelútunum um þetta mál – best væri ef ekkert fólk væri á Þingvöllum frekar en grenitré…

Færðu inn athugasemd