Valhöll brennur

Eitt helsta hús bernsku minnar brennur nú á Þingvöllum – þau voru ófá sporin sem maður átti út í Valhöll fyrst sem barn að sendast með nesti til stelpnanna sem unnu á símanum – seinna jafnvel að kíkja þar inn þegar enginn mátti vera þar – og allt var lokað – ég vann þar líka 1 haust og nokkur sumur þá á símstöðinni.

Ég vissi ekki hve vænt mér þótti um staðinn fyrr en ég sá hann brenna – óumræðileg sorg einhvern veginn – tregi. Þetta er einn af hornsteinum bernsku minnar – þó oftast hafi þetta nú verið óttalegur sorapyttur….

Kvenféalgsböll, Hlín gifti sig, og fleira og fleira tengist þessum stað þar sem maður sniglaðist iðulega 16 ár af ævi sinni…

Mikið á ég eftir að sakna þess að sjá Valhöll ekki framar….

Færðu inn athugasemd